Samstarfskona mín var að ljúka samtali við afar óliðlegan mann sem svarar fyrir þetta gistiheimili. Málið snérist um einfaldan hlut vegna herbergis sem hún afpantaði en fær ekki endurgreiðslu því hún pantaði ekki í gegnum síma. Hún reyndi að panta í gegnum síma, margoft, en aldrei var svarað og benti maðurinn henni þá á að skipt hefði verið um símkerfi. Sem sagt, skítapleis með lélegar afsakanir.
Eins og umsagnirnar benda á mæli ég með því að fólk forðist Travel Inn og beini viðskiptum sínum annað.
17. desember 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Bara svona til að bæta við þetta fína blogg, þá var afpantað þar sem flugi frá Osló var aflýst á föstudaginn vegna veðurs og ég hafði sambandi við þau um leið og það hafði verið staðfest að fluginu væri aflýst.
Ég er svo ótrúlega obbosslega pirruð á svona fólki og lélegri þjónustu og óliðlegheitum.
Kær kveðja frá Tuðmundi
Skrifa ummæli