28. september 2007
27. september 2007
mitt rými - þitt rými
Ég lenti í undarlegri aðstöðu fyrr í dag.
Ég fór á kaffihús með vinkonu minni og fengum við okkur sæti við gluggann - svona til að fylgjast með rokinu og öllu fólkinu sem fauk framhjá. Ég tók eftir ungri stúlku sem ráfaði um búðina, líkt og hún væri að bíða eftir einhverjum og fór hún nokkrum sinnum út og kom svo aftur inn, ráfaði meira og ráfaði svo aftur út. Ekki nennti ég nú að pæla mikið meira í henni því við vorum niðursokknar í æsispennandi samræðum um kaffisýróp, námsbækur og vinnuna.
Allt í einu kemur stúlkan aftur inn, sest við næsta borð en dregur stólinn svo langt að okkar borði að hún nánast sat með okkur! Ég gaf nú frá mér einhvern skrýtinn svip en því miður snéri hún baki í okkur og tók ekkert eftir þessu. Ég hélt að hún myndi færa sig nær borðinu sínu en nei - hún sat sem fastast, svo nálægt mér að mitt rými var flækt í hennar rými.
Á endanum varð ég að standa upp því þetta var bara of mikið.
Nú spyr ég eins og sauður: fer þetta ekkert í taugarnar á öðrum, þegar fólk (blá-ókunnugt) ryðst svona nær manni að maður finnur lyktina af hádegismatnum þeirra af fötunum þeirra? (svona sem dæmi bara). Ég þoli svona aðstæður mjög illa og þess vegna líður mér oftast illa í biðröðum og reyni ég að forðast þær eins og heitan eldinn.
Hvað finnst þér?
Ég fór á kaffihús með vinkonu minni og fengum við okkur sæti við gluggann - svona til að fylgjast með rokinu og öllu fólkinu sem fauk framhjá. Ég tók eftir ungri stúlku sem ráfaði um búðina, líkt og hún væri að bíða eftir einhverjum og fór hún nokkrum sinnum út og kom svo aftur inn, ráfaði meira og ráfaði svo aftur út. Ekki nennti ég nú að pæla mikið meira í henni því við vorum niðursokknar í æsispennandi samræðum um kaffisýróp, námsbækur og vinnuna.
Allt í einu kemur stúlkan aftur inn, sest við næsta borð en dregur stólinn svo langt að okkar borði að hún nánast sat með okkur! Ég gaf nú frá mér einhvern skrýtinn svip en því miður snéri hún baki í okkur og tók ekkert eftir þessu. Ég hélt að hún myndi færa sig nær borðinu sínu en nei - hún sat sem fastast, svo nálægt mér að mitt rými var flækt í hennar rými.
Á endanum varð ég að standa upp því þetta var bara of mikið.
Nú spyr ég eins og sauður: fer þetta ekkert í taugarnar á öðrum, þegar fólk (blá-ókunnugt) ryðst svona nær manni að maður finnur lyktina af hádegismatnum þeirra af fötunum þeirra? (svona sem dæmi bara). Ég þoli svona aðstæður mjög illa og þess vegna líður mér oftast illa í biðröðum og reyni ég að forðast þær eins og heitan eldinn.
Hvað finnst þér?
24. september 2007
Að standa á gati/blístri
Ég held ég sé ennþá södd síðan í gærkvöldi, svei mér þá!
Ég var drifin í lambalæri (af nýslátruðu) með nýjum kartöflum og fersku salati hjá Önnu og Jens í gær. Ekki nóg með að þessar kræsingar hafi verið unaðslegar heldur skellti húsfreyjan í eftirrétt sem samanstóð af köku bleyttri í líkjör, rjóma með sykri og jarðarberjum.
Þarf að segja eitthvað fleira??
Kærar þakkir fyrir mig bæði tvö (og kveðja til "hundsins" :)
Ég var drifin í lambalæri (af nýslátruðu) með nýjum kartöflum og fersku salati hjá Önnu og Jens í gær. Ekki nóg með að þessar kræsingar hafi verið unaðslegar heldur skellti húsfreyjan í eftirrétt sem samanstóð af köku bleyttri í líkjör, rjóma með sykri og jarðarberjum.
Þarf að segja eitthvað fleira??
Kærar þakkir fyrir mig bæði tvö (og kveðja til "hundsins" :)
22. september 2007
Að læra ekki af mistökum
Ég þoli kaffi alveg ágætlega. Mér finnst gott að fá mér eins og einn latté af og til og í vinnunni er góð vél sem malar baunir fyrir hvern bolla og hvaðeina. Ég þarf samt að passa mig því ég á það til að fá kaffiskjálfta og verða örlítið ör - sérstaklega ef ég fæ mér tvöfaldan latté.
Samt læt ég alltaf eins og þetta sé nú bara vitleysa í mér, að ég geti nú alveg fengið mér tvöfaldan latté án þess að neitt gerist. Skellti einum í mig áðan þegar ég var að læra með Mumma og hvernig líður mér núna? Eins og ég hafi verið að éta sykur með skeið!
Annars fluttum við í vinnunni upp á 7. hæð á Borgum á fimmtudaginn og er útsýnið mitt vægast sagt glæsilegt. Ég náði samt ekki að taka mynd því það var skýjað og blautt í gær en við fyrstu sólarglætu skal ég smella einni mynd hér inn - Súlur og Hlíðarfjall og blár himinn.
Schnilld.
Jæja, ég get ekki setið kyrr, verð að gera eitthvað þangað til kaffið er farið úr kerfinu... tjuuuus
17. september 2007
Allez Gute zum Geburtstag!
15. september 2007
echoes, silence, patience & grace
Var að hlusta á nýju Foo Fighters plötuna.. er ennþá að melta hana en strax hrifin af 3 lögum...
Home
Echoes and silence, patience and grace,
all of these moments I’ll never replace,
no fear of my heart, absence of faith,
and all I want is to be home.
people I’ve loved, I have no regrets,
some I remember, some I forget,
some of them living, some of them dead,
and all I want is to be home.
Home
Echoes and silence, patience and grace,
all of these moments I’ll never replace,
no fear of my heart, absence of faith,
and all I want is to be home.
people I’ve loved, I have no regrets,
some I remember, some I forget,
some of them living, some of them dead,
and all I want is to be home.
13. september 2007
Tveir gítarar, eitt píanó og fullt af græjum úr bænum...
Var að koma heim af tónleikum með Pétri Ben og þeir voru vægast sagt frábærir! Ótrúlegt hvað maðurinn getur gert með gítarinn að vopni, þó svo að hann þyrfti stundum að rifja upp lögin áður en hann byrjaði ;)
Brandarar flugu um salinn, lögin voru allt frá myrkum lögum við píanó til sálma sem ómuðu um salinn þar sem tónleikagestir ýmist sungu með eða hummuðu laglínuna.. yndislegt alveg.
Mæli með að fólk kíki á tónleika í Laugarborg því það er ágætis salur, hvorki of stór né of lítill.
Tónleikarnir náðu að bægja burt þeirri hugmynd að veturinn væri kominn til Akureyrar því það snjóaði langt niður hlíðar Vaðlaheiðar - nánast niður að þjóðvegi - og kuldinn smaug inn að beini. Ég reyndi að vinna á móti honum með því að skella mér í ræktina í hádeginu en það dugði skammt. Ég horfi núna á dúnsængina mína með glampa í auga.. spurning um að sofa í hnésokkum?
Brandarar flugu um salinn, lögin voru allt frá myrkum lögum við píanó til sálma sem ómuðu um salinn þar sem tónleikagestir ýmist sungu með eða hummuðu laglínuna.. yndislegt alveg.
Mæli með að fólk kíki á tónleika í Laugarborg því það er ágætis salur, hvorki of stór né of lítill.
Tónleikarnir náðu að bægja burt þeirri hugmynd að veturinn væri kominn til Akureyrar því það snjóaði langt niður hlíðar Vaðlaheiðar - nánast niður að þjóðvegi - og kuldinn smaug inn að beini. Ég reyndi að vinna á móti honum með því að skella mér í ræktina í hádeginu en það dugði skammt. Ég horfi núna á dúnsængina mína með glampa í auga.. spurning um að sofa í hnésokkum?
10. september 2007
La vie...
Ótrúlegt en satt, þá er helsti blogg"aðdáandinn" minn elskuleg samstarfskona mín sem minnir mig í sífellu á það hve lítil hreyfing er hérna! ;)
Ástæða bloggleysis er að mestu leti. Ég blogga ekki á vinnutíma og þegar ég er komin heim til mín tekur ræktin oftast við, já eða bókalestur og ég hreinlega gleymi mér þar til klukkan er orðin allt of margt og letin hellist yfir mig. Ég lofa hvorki bót né betrun en hvur veit...
Það er reyndar frekar erfitt að blogga í dag því ég var í Body Pump tíma í ræktinni áðan og handleggirnir titra svolítið. Ég var gjörsamlega að skíta á mig og þurfti að "hvíla" nokkrum sinnum, en þetta batnar víst með hverju skipti ;) Stefni á massa upphandleggsvöðva um jólin!
Ég ætla þó ekki að ganga jafn hart fram í æfingunum eins og þessi elska hér...
Ég stefni að því að kíkja suður síðustu helgina í september og get því tekið við pöntunum um heimsóknir :) Veit að ég ætla að kíkja á nýju íbúð AME og Elvars og á Hanz mit das dwarfenbad ins Hafnarfjörður ;)
Jæja, heimildarmynd um Grace Kelly bíður mín - au revoir mín kæru
Ástæða bloggleysis er að mestu leti. Ég blogga ekki á vinnutíma og þegar ég er komin heim til mín tekur ræktin oftast við, já eða bókalestur og ég hreinlega gleymi mér þar til klukkan er orðin allt of margt og letin hellist yfir mig. Ég lofa hvorki bót né betrun en hvur veit...
Það er reyndar frekar erfitt að blogga í dag því ég var í Body Pump tíma í ræktinni áðan og handleggirnir titra svolítið. Ég var gjörsamlega að skíta á mig og þurfti að "hvíla" nokkrum sinnum, en þetta batnar víst með hverju skipti ;) Stefni á massa upphandleggsvöðva um jólin!
Ég ætla þó ekki að ganga jafn hart fram í æfingunum eins og þessi elska hér...
Ég stefni að því að kíkja suður síðustu helgina í september og get því tekið við pöntunum um heimsóknir :) Veit að ég ætla að kíkja á nýju íbúð AME og Elvars og á Hanz mit das dwarfenbad ins Hafnarfjörður ;)
Jæja, heimildarmynd um Grace Kelly bíður mín - au revoir mín kæru
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)