jahá,
ég hélt að ég væri búin að sjá allt,verandi gamalreyndur versló-djammari (svona back in the day alla vega ;) en ég fékk eitthvað nýtt að sjá í gær. Bíll á miðju torgi að keyra í hringi, með allar rúður niðri og töffara dauðans innanbúðar (n.b. það er ekki gert ráð fyrir bílum þarna) og ungmenni að sparka á milli sín 30kg steypukúlu sem vanalegast gegnir því hlutverki að varna mönnum því að leggja ólöglega. Beinbrot lágu í loftinu. Þetta var á miðnætti í gær.
Þegar ég hætti mér heim um tæpum 2 tímum síðar var búið að setja froðu í einn gosbrunninn og tveir ungir menn stóðu við þann næsta og pissuðu í kross. Ég elti lögreglubíl, sjúkrabíl og securitas bíl á leið minni heim og fannst ég nokkuð örugg. komst heil á húfi heim að minnsta kosti ;)
Í dag var svo yndislegt veður, flestir óspektar gemlingar enn í fangelsi eða farnir heim þegar skrúðgangan byrjaði og bærinn búinn að sópa flest allar götur hreinar aftur. Í kvöld sat ég svo í höllinni og fagnaði með nýstúdentum og át á mig gat. Til hamingju krakkar, sérstaklega Tryggvi Páll - moðsteikt all the way :D
18. júní 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
hæ hæ
áttu ekki eftir að segja okkur hvað tekur við næsta haust?
Bíðum spennt að frétta það og pant fá að hitta þig næst þegar þú kemur suður (eða ég norður), nema við hittumst bara á blönduósi eins og í fyrra;-)
Pant líka fá aftur link á síðuna mína svona fyrst ég er aftur farin að blogga (amk af og til, enda nóg að gera í öðru;))
Knús og kyss yfir í nýkrýnda "borg" óttans:D:D heheheh
Hæ hæ,
ég var nú reyndar búin að droppa fréttunum hérna um daginn. Ég er að fara að vinna hjá þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins, eða útibúinu þeirra hérna á akureyri. Ég er hins vegar búin að gleyma linknum á bloggið ;) viltu setja hann hérna í comment og ég skelli honum í safnið :D
haha! Ég skal sko segja þér það að Ásdís ber ábyrgð á þessari froðu! En ég skil ekki hvað fólk var að pæla með að rífa upp steinkúlurnar, andsvítans fífl. Gaman að segja frá því líka að þegar við vorum að kveðja þig og þú varst komin smá í burtu komu tveir vinir mínir til mín og spurðu hvaða gjellz ég hefði verið að tala við ;) Lára komin á séns!
haha! ekki amalegt að komast á séns ;)
Já þessi froða! ég elti slóðina lengi og það var meira að segja ennþá froða daginn eftir í brunninum.
takk fyrir spjallið - tökum kaffi við tækifæri ;)
Skrifa ummæli