19. júní 2007

Til hamingju með daginn!

19. júní er bleikur dagur... samt get ég ekki sett bleika fyrirsögn? skrýtið...

Í dag vann ég minn allra síðasta dag í MA - alla vega í bili :) ég kvaddi fólk en flesta á ég nú eftir að rekast á niðri í miðbæ, í sundlauginni eða hreinlega bara í Nettó, því Akureyri er nú ekki stór bær, hehe.

Sexy Boy hljómar hér bakvið mig því Air er í viðtali í Kastljósinu. Finnst þeir alltaf krúttlegir.

Úff, eitthvað lítið varið í bloggið í dag - kannski vegna þess að ég svaf í 4 klst. áðan, gjörsamlega búin á því og með óbærilegan hausverk. Ætla að kíkja á myndina um hnatthlýnunina á rúv á eftir, hún lofar góðu.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með það að vera komin í sumar"frí".. 5 dagar í mitt, újé.
Á að vera að sníða og nördast en var að þamba einn stórann latté sem rann ljúflega niður og fór svo beint í magann á mér, eitthvað stress í gangi sko.
Eftir mánuð kem ég og heimsæki þig, hvernig gengur eiginlega með íbúðina?
Jæja ég heimta allavegana einn bíltúr í drossínunni, ég var einmitt að henda mokkajakkanum mínum upp á loft og rifjaði aðeins upp sælar rúntminningar.
Held ég sé með strengi eftir að hafa haldið á honum.
Hvernig gat ég gengið í svona þungri flík 17 ára gömul og horuð?
Jæja það er ein af lífsins gátum.

Þetta átti nú ekki að vera einhver ritgerð hjá mér, er bara á einhvern hátt að reyna segja að ég SAKNA ÞÍN og hlakka til að hitta þig von bráðar.
yours,
lebbs

Lára sagði...

Oooo, mokkinn góði! já maður spyr sig hvernig þetta var hægt - fundum myndir heima hjá Ingu og dóum úr hlátri (Inga á svitablettsmyndina góðu!!)

sakna þín líka sjúklega mikið og hlakka til að sjá þig eftir einungis 28 daga!!

Nafnlaus sagði...

þín verður auðvitað sárt saknað. Á vonandi eftir rekast oft á þig á förnum vegi :)

Linda María Þorsteinsdóttir sagði...

Það er ennbetra.net ;)