Ég er sem sagt að tapa mér..
ég er að týna huganum því ég er að fara yfir próf og maður verður ansi steiktur í hausnum þegar maður þarf að lesa sömu setningarnar, sömu eyðufyllingarnar, sömu krossana áttatíu og tvisvar sinnum í röð!
Ég veit alla vega að ég ætla að hætta klukkan fjögur og taka mér verðskuldað frí fram á morgundaginn - og hana nú!
Fór út að hlaupa í gærkvöldi því veðrið var svo sjúklega gott. Skokkaði 5km alveg ágætlega en þarf samt aðeins að bæta mig í bakaleiðinni - tók of margar pásur.
Það er nokkuð fyndið að hugsa til þess að fyrir ári síðan fór ég að skokka í kringum tjörnina í Reykjavík og gat þá aðeins hlaupið í eina mínútu í senn og þurfti 3 mínútna hlé á milli. Nú skokka ég 2.5 án þess að taka mér hlé og þarf svo 2-3 labb pásur til að klára 5 km.
Frábært að skoða árangur í þessu ljósi :D
2. júní 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Geggjaður árangur, þú ert svo dugleg á hlaupunum;)
Kveðja inga björk
Takk ezzkan! tja, dugleg og ekki dugleg - valið stóð á milli þess að fara yfir próf, hlaupa eða horfa á mynd frá '87 um barnæsku Houdini!
jei frábært að heyra!
og ekki týna huganum þínum, gæti verið erfitt að finna hann aftur. við viljum það ekki :)
hlakka til að hitta þig músa mín - jó jó!!
Takk María mín - ég held ég haldi fast í hugann, nenni ekki að fara að leita að honum seinna :D
hlakka líka til að sjá þig!
Skrifa ummæli