16. júní 2007

Kann fólk ekki að skammast sín?

Ég var að vakna af værum blundi og telst ég víst heppin að hafa náð að sofa í alla nótt. Fréttirnar á mbl.is benda til þess að hasarinn hafi verið þvílíkur í bænum að jaðri við verslunarhelgarstemmara. Hvað fær fólk til þess að slást þegar það er drukkið, veitast svo að lögreglumönnum sem komnir eru til að skikka leikinn og hvað þá að lemja tjaldvörð 2svar í andlitið? Þetta gerðist all á tjaldsvæðinu á Hömrum í nótt!!

Burt með þennan lýð sem vill yfirtaka bæinn! Djöfulsins dónaskapur og læti!

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

falleg myndin þín af moskunni sæta

*knús*

Nafnlaus sagði...

ó mæ ég þoli ekki þetta bílasýningardæmi. Fór í sund áðan og það var ekki þverfótað fyrir þunnum/fullum únglingum (nota bene, ekki júbílöntum!), kíkti svo aðeins í bæinn og alveg sama sagan. Þetta lið var meira að segja við spítalann þegar ég fór þangað í heimsókn áðan.
úff herregud!

Lára sagði...

takk maría mín *knús* tilbaka ;)

veistu valla, ég er komin með upp í kok.. held mig inni það sem eftir lifir helgarinnar!!

Nafnlaus sagði...

Já veistu ég hef misst allan áhuga á að fara norður þessa helgi.. þarna er bara uppsafnaðar kjötbollur sem kunna ekki að "djamma" það þarf alltaf að lemja og skemma allt og alla..

þá er bara betra að vera í rólegu borginni...

knús og hlakka til að sjá myndina af þér í kjólnum ;)

Unknown sagði...

Fór 1x á bíladaga fyrir nokkrum árum. gafst upp og keyrði heim á laugardagskvöld leyst ekkert á þetta var bara hrædd. En ég var náttlega svo saklaus fran að IKEA. suss hvað það var djammað á snepplunum.