fíla mig sem dimmalimm þessa dagana.
Man einhver eftir fyrsta þættinum í þriðju syrpu af Grey's þegar allir töluðu um "dark and twisted Meredith"? hehe, alltaf gott að geta vitnað í sjónvarpsefni ;)
Nei annars, ég hef það ágætt núna. Ég fékk ofsalega leiðinlegar fréttir og þær gengu miklu nærri mér en ég bjóst við. Sem er fáránlegt því ég er ekki að ganga í gegnum erfiðleikana heldur vinur minn og hann tók þessu býsna vel. Þannig að það er ekkert annað í stöðunni en onwards and upwards, my friends, such is life and we must live it.
Bloggið mitt hefur verið frekar niðurdrepandi síðustu vikur og spilar þar margt inn í sem ég nenni ekki að fara út í nánar - sópum því bara inn í reynslubankann og reynum að hressa okkur aðeins við. Ég sá t.d. að Sprengjuhöllin spilaði í lok Kastljóssins áðan og það gladdi mig. Núna er Gríman í gangi og ég er með aulahroll.. það er eitthvað við íslenskar verðlaunaafhendingar sem fer í mínar fínustu háræðar og vandræða-roðnið mætir á svæðið.
Ég er um það bil að kveðja minn ástkæra skóla og ætla að gera það með pompi og prakt á sjálfan þjóðhátíðardaginn með kvöldverði og dansleik við útskrift nemenda. Ég vona að þið hafið það gott núna um helgina og passið ykkur á bílafólkinu sem allt morar í hér á Akureyri!
15. júní 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Já helv$%& bíladagalýður...ekki að fíla þetta! sjáumst í kvennahlaupinu í fyrramálið;)Inga Björk
Ef ég ætti krónu fyrir hvert skipti sem ég hef næstum verið keyrður niður á þessum bloody bíladögum... blimey! Og ég tek enn og aftur fram; við viljum ekki að þú farir, hvernig væri ef þú myndir bara koma í staðinn fyrir Jón Má? :D Þú verður að koma í heimsókn samt! Gangi þér vel með allt! And remember darling; lacroix!
Sé þig í skokkinu!
já og Mainstone, ég mun droppa við when you least expect it ;) Lacroix all the way!
Skrifa ummæli