Ég er komin út úr hinum miklu prófatíðar göngum og baða mig núna í ljósinu. Reyndar var veðrið ekki sammála mér um ágæti dagsins í dag en ég skundaði samt um bæinn með Ingu og Jóhönnu áðan og er veðurbarin eftir það ;)
Ég náði að klára allt sem ég þarf að gera í vinnunni í dag og sit núna og bíð eftir tómleikatilfinningunni sem ég veit að á eftir að skella á mér einhvern tímann. Eflaust er ég aðeins of þreytt og hreinlega bara fegin að vera komin í frí til að finna til söknuðar strax.
Framundan næstu daga er örlítil afslöppun, vonandi eins og eitt gott tjútt, saumaskapur, ritgerðasmíð og LOST-gláp... þarf að herða mig í þessu!
11. júní 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Til hamingju með að vera búin með heilan vetur í kennslu!:) hef heyrt á mörgum að það sé oft erfitt í desember að trúa á líf eftir jólin..hehe;) harka í þér!
hey, og já, 7. júlí er málið hjá okkur...endilega verðum í bandi:)
knús
Til lukku ´skan með að vera búin með veturinn. Erum að koma norður á fös. Hittumst uppí höll á sautjándanum og helst e-ð fyrr. Knús og kram Anna Margrét
Til lykke!
Þá er bara að rumpa helv. ritgerðinn af áður en þú mætir í vinnu 1. ágúst.
Þetta verður ekkert mál!
O
hehe takk elskurnar!
Ég bjalla í þig Íris með 7. júlí ;)
Hlakka til að sjá þig AME, vonum að barnið hennar Ágústu komi sem fyrst!! :D
Já Olla, nú er að gefa í og skrifa skrifa skrifa!!!
Skrifa ummæli