Ok.
ferðin byrjaði nú ekkert allt of vel. Við áttum flug suður kl. 18:40 á þriðjudagskvöldið. Veðrið var svona lala og ég frétti að það væri jafnvel skítt í Reykjavík. Með hroll í hjarta og kvíða steig ég upp í flugvélina og vonaði að ég hefði rangt fyrir mér. Því miður var þessi flugferð það slæm að hún vann stimpilinn "versta flugferð síðustu 2ja ára" í mínum huga. Annar nemandinn minn var mjög hræddur og ég verð að segja að hjartað mitt sló ansi ört þar sem vélin tók dýfur og hristi okkur eins og Martini drykk. Við komumst þó á leiðarenda og náðum að hvíla okkur (mismikið) áður en við mættum á BSÍ kl. 05:30 á miðvikudagsmorguninn. Ferðin til Kefló var óáhugaverð og í raun flugið út til Heathrow líka. En hér byrjaði allt svona "vesenið"(ekki svo mikið þó).
Vegna þess að IBERIA hafði gjörsamlega drullað yfir okkur þurftum við nú að taka leigubíl yfir á Gatwick flugvöll til þess að ná EasyJet flugi til Madrídar. Leigubílstjórinn var fyndinn ungur maður sem hafði skoðanir á öllu, tengdi alla forseta Bandaríkjanna við konungborið fólk í Evrópu (alla, þ.e. nema Bush) og var með slatta af samsæriskenningum. 45 mínútum af hraðbraut seinna vorum við mætt á Gatwick en gátum ekki innritað okkur í flugið nærri því strax svo við þurftum að drösla töskunum okkar upp á aðra hæð og planta okkur í sófa nærri Starbucks og spilakassa sal sem spilaði alltaf 10 sek. af "Money" með Pink Floyd á 3 mín. fresti. Stuð.
ég þarf nú að gera hlé á sögu minni til að fara í 1 stk. atvinnuviðtal en meira síðar (m.a. um starfsfólk EasyJet, háskalega keyrslu út úr Madríd og kirkjuturn)
21. mars 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Bíddu bíddu bíddu!!!! þetta má ekki!! bara alls ekki!!
bara skilja okkur svona eftir!
akkuru gerirðu þetta? :)
vona að þú haldir áfram sem allra fyrst annars neyðist ég bara til að hringja í þig ;)
Skrifa ummæli