10 tímar í brottför, æsispennandi gettu betur í gangi og MK með 4 stiga forskot á MR...sjáum hvað setur...
fékk að vita áðan að bílinn minn verður tilbúinn þegar ég kem aftur heim á miðvikudaginn svo að um hádegisbil verð ég brunandi um bæinn á rauðri þrumu og fæ mér líklegast einn stóran brynjuís ef veður leyfir.
hafið það gott næstu daga, túdúls í bili
lára köbenfari
30. mars 2007
28. mars 2007
Aygo - yes I go!!
Keypti mér bíl í gær.. eða leigði hann ;)
Eftir nokkra daga mun ég keyra um á gljáandi fínum, eldrauðum Toyota Aygo. Sumir myndu segja að hann væri með minnstu bílum á markaðnum. Ég veit bara að það er gott að keyra hann, hann er sparneytinn og ég get keyrt frá A til B án þess að hafa miklar áhyggjur :D Já og gaurarnir í Top Gear töluðu vel um hann á sínum tíma ;)
3 dagar í Köben - get varla beðið
Eftir nokkra daga mun ég keyra um á gljáandi fínum, eldrauðum Toyota Aygo. Sumir myndu segja að hann væri með minnstu bílum á markaðnum. Ég veit bara að það er gott að keyra hann, hann er sparneytinn og ég get keyrt frá A til B án þess að hafa miklar áhyggjur :D Já og gaurarnir í Top Gear töluðu vel um hann á sínum tíma ;)
3 dagar í Köben - get varla beðið
27. mars 2007
endirinn
já,
Madríd var RISA stór og full af fólki, mótmælendum og heimilslausu fólki. Við fórum frekar snemma til þess að ná að sjá eitthvað áður en við þurftum að bruna út á flugvöll og ná fluginu til London. Myndin hér til hægri er að listaverki sem var afhjúpað 11. mars og er til minningar um þá sem létust í hryðjuverkaárásinni í Madríd fyrir tveimur árum. Utan frá séð er þetta hlaðin glerveggur (hringlaga) en svo er hægt að labba undir glervegginn og þar er einhvers konar silkistrigi eða álíka með áletrunum á helstu tungumálum heims þar sem foreldrar eru hvattir til að ala börn sín upp við umburðalyndi og að virða náungann og að þetta verk sé til minningar um öll fórnarlömb hryðjuverka í heiminum.
Við örkuðum fram hjá Banco de Espana, Prado-safninu (hinum megin við götuna fór fram mótmæli gegn Íraksstríðinu), gengum Grand Via (en fengum ekkert að versla) og enduðum á torginu þar sem haldið er upp á nýja árið, ár hvert.
Restin af ferðinni snérist nær eingöngu um að fara í flug til að komas heim og fylgjast með því hvort stelpurnar væru nokkuð mjög veikar, sem þær voru :/
Það er gott að vera komin heim, þetta var allt of löng ferðasaga en takk þeir sem lásu ;)
more more more
Eitthvað vesen búið að vera undanfarna daga hérna... vonum það besta
En já, fimmtudagurinn og föstudagurinn runnu saman í eitt því báðir dagarnir fóru í endalausar skoðunarferðir, labb um gamla bæinn í Toledo og annað hvort að borða eða bíða eftir einhverju. Það var ansi mikið um bið í þessari ferð. Við biðum á flugvellinum og svo biðum við eftir að komast upp á hótelherbergi til að hvíla okkur. Nú oft þurftum við að bíða eftir að allur hópurinn væri tilbúinn og svo biðum við líka eftir að vera sótt hingað og þangað eftir að hafa fengið smá frí til að melta þetta allt saman! Með því merkilegasta sem við skoðuðum var samkunduhús gyðinga (synagogue), stærsta gotneska kirkja Evrópu (tók 300 ár að byggja hana og önnur 200 að skreyta hana - púff!)og annan eins gull og glamúr, feita rokókó-engla og mikilmennskubrjálæði hef ég varla séð! Ég var orðin þreytt eftir 20 mínútur en við vorum þarna í 2 klukkutíma! Nú við fengum líka leiðsögn um gamalt munkaklaustur, nokkur af hinum frægu "hliðum" Toledo (borgin var jú alltaf að stækka svo þeir urðu að gera nýja múra = ný hlið) og svo auðvitað um skólann sem við vorum að heimsækja. Hann var einmitt sláturhús í gamla daga. Frekar steikt...
Tvennt er mér þó minnisstæðast úr þessari ferð og sá þér báða þá staði á sérstakri kvöldgöngu sem litlu munaði að ég tæki ekki þátt í . Á föstudagskvöldinu fórum við út að borða (eins og alltaf - þríréttað fyrir minna en 20 evrur) og fórum svo nokkur í smá göngutúr um næsta nágrenni því einhverjir vildu finna bar eða kaffihús til að tylla sér inn á. Ég drattaðist með þó að klukkan væri að nálgast miðnætti og við ættum strembinn laugardag framundan. Fyrst fórum við á tónleika (ókeypis) sem voru í húsi sem reyndist vera 14. aldar kirkja. Luis sagði okkur frá því hvernig húsið hefði verið komið í slæmt ástand og einhver boðist til að gera við það gegn því að fá að reka þarna bar/klúbb næstu 25-30 árin. Svo að þarna stóðum við, í kirkju sem augljóslega var undir áhrifum mára og hlustuðum á rokkhljómsveit spila í "kórnum". Alveg magnað!
Seinna gengum við fram hjá stórri byggingu og var okkur sagt að þarna væri biskupinn með kapellu þar sem fólk mátti koma allan sólarhringinn og biðja. Við gengum inn í þá mestu þögn, kyrrð og ró sem ég hef upplifað en mér fannst ég vera að trufla því þarna sat kona og bað og þegar ég leit betur á hana sá ég að hún grét sáran. Þá fannst mér ég vera hræsnari að standa þarna í gættinni eins og ónærgætinn ferðamaður enda hraðaði ég mér út.
daginn eftir héldum við til Madrídar og London og loks heim á sunnudeginum ... verð að setja það inn í sér færslu – þessi er orðin svo löng.
En já, fimmtudagurinn og föstudagurinn runnu saman í eitt því báðir dagarnir fóru í endalausar skoðunarferðir, labb um gamla bæinn í Toledo og annað hvort að borða eða bíða eftir einhverju. Það var ansi mikið um bið í þessari ferð. Við biðum á flugvellinum og svo biðum við eftir að komast upp á hótelherbergi til að hvíla okkur. Nú oft þurftum við að bíða eftir að allur hópurinn væri tilbúinn og svo biðum við líka eftir að vera sótt hingað og þangað eftir að hafa fengið smá frí til að melta þetta allt saman! Með því merkilegasta sem við skoðuðum var samkunduhús gyðinga (synagogue), stærsta gotneska kirkja Evrópu (tók 300 ár að byggja hana og önnur 200 að skreyta hana - púff!)og annan eins gull og glamúr, feita rokókó-engla og mikilmennskubrjálæði hef ég varla séð! Ég var orðin þreytt eftir 20 mínútur en við vorum þarna í 2 klukkutíma! Nú við fengum líka leiðsögn um gamalt munkaklaustur, nokkur af hinum frægu "hliðum" Toledo (borgin var jú alltaf að stækka svo þeir urðu að gera nýja múra = ný hlið) og svo auðvitað um skólann sem við vorum að heimsækja. Hann var einmitt sláturhús í gamla daga. Frekar steikt...
Tvennt er mér þó minnisstæðast úr þessari ferð og sá þér báða þá staði á sérstakri kvöldgöngu sem litlu munaði að ég tæki ekki þátt í . Á föstudagskvöldinu fórum við út að borða (eins og alltaf - þríréttað fyrir minna en 20 evrur) og fórum svo nokkur í smá göngutúr um næsta nágrenni því einhverjir vildu finna bar eða kaffihús til að tylla sér inn á. Ég drattaðist með þó að klukkan væri að nálgast miðnætti og við ættum strembinn laugardag framundan. Fyrst fórum við á tónleika (ókeypis) sem voru í húsi sem reyndist vera 14. aldar kirkja. Luis sagði okkur frá því hvernig húsið hefði verið komið í slæmt ástand og einhver boðist til að gera við það gegn því að fá að reka þarna bar/klúbb næstu 25-30 árin. Svo að þarna stóðum við, í kirkju sem augljóslega var undir áhrifum mára og hlustuðum á rokkhljómsveit spila í "kórnum". Alveg magnað!
Seinna gengum við fram hjá stórri byggingu og var okkur sagt að þarna væri biskupinn með kapellu þar sem fólk mátti koma allan sólarhringinn og biðja. Við gengum inn í þá mestu þögn, kyrrð og ró sem ég hef upplifað en mér fannst ég vera að trufla því þarna sat kona og bað og þegar ég leit betur á hana sá ég að hún grét sáran. Þá fannst mér ég vera hræsnari að standa þarna í gættinni eins og ónærgætinn ferðamaður enda hraðaði ég mér út.
daginn eftir héldum við til Madrídar og London og loks heim á sunnudeginum ... verð að setja það inn í sér færslu – þessi er orðin svo löng.
21. mars 2007
jæja, hvar var ég?
Já, alveg rétt... Við náðum loksins að skrá okkur í flugið frá Gatwick til Madrídar og náðum að slappa aðeins af áður en við stigum um borð í appelsínugula vél EasyJet og við tók starfsfólk í gráum og appelsínugulum fötum sem talaði sjúklega hratt og stúlkurnar voru sambland af Vicky Pollard og píunum úr Mile High þáttunum með smá dassi af druslunum úr Footballer's wives. Það tók 2 tíma að fljúga til Madrídar og maturinn sem maður þurfti að kaupa dýrum dómi var vondur. Nú lendingin í Madríd var harðari en á Heathrow svo við ákváðum að dæma þær líka á leiðinni heim, svona okkur til dægrastyttingar.
Á flugvellinum í Madríd tók ungur kennari á móti okkur en hann talaði voða litla ensku og vissi þar að auki ekki alveg hvenær hinn kennarinn kæmi til að sækja okkur. 30 mínútum seinna birtinn hinn kennarinn og upphófst nú mikill leikur um hvernig ætti að koma sér út af bílastæðinu við flugvöllin (það er víst ekki auðvelt). Bílferðin niður til Toledo var ein sú háskalegasta sem ég hef farið í og sat ég með samanherptar kinnar (á báðum stöðum) á meðan maðurinn sveiflaði bílnum til og frá milli akreina á 130km hraða og talaði spænsku mjög hratt við samferðakonu sína. Ég var hrædd um líf mitt og svei mér ef Róbert var ekki orðin pínu smeykur á endanum!
Þegar við komum loks til Toledo var okkur tjáð að við gætum sett töskurnar okkar upp á hótelherbergi og svo væri beðið eftir okkur á veitingastað í nágrenninu (n.b. klukkan var orðin hálf ellefu að kvöldi til) og neyddumst við til að borða 3 réttaðan kvöldverð sem stóð yfir til miðnættis áður en við náðum að hvíla okkur. Ég var orðin svo þreytt að ég tók ekki einu sinni eftir því að hótelið okkar var við hliðina á yndislegri kirkju með fallegum kirkjuturni en hann sá ég næsta morgun....
Já, alveg rétt... Við náðum loksins að skrá okkur í flugið frá Gatwick til Madrídar og náðum að slappa aðeins af áður en við stigum um borð í appelsínugula vél EasyJet og við tók starfsfólk í gráum og appelsínugulum fötum sem talaði sjúklega hratt og stúlkurnar voru sambland af Vicky Pollard og píunum úr Mile High þáttunum með smá dassi af druslunum úr Footballer's wives. Það tók 2 tíma að fljúga til Madrídar og maturinn sem maður þurfti að kaupa dýrum dómi var vondur. Nú lendingin í Madríd var harðari en á Heathrow svo við ákváðum að dæma þær líka á leiðinni heim, svona okkur til dægrastyttingar.
Á flugvellinum í Madríd tók ungur kennari á móti okkur en hann talaði voða litla ensku og vissi þar að auki ekki alveg hvenær hinn kennarinn kæmi til að sækja okkur. 30 mínútum seinna birtinn hinn kennarinn og upphófst nú mikill leikur um hvernig ætti að koma sér út af bílastæðinu við flugvöllin (það er víst ekki auðvelt). Bílferðin niður til Toledo var ein sú háskalegasta sem ég hef farið í og sat ég með samanherptar kinnar (á báðum stöðum) á meðan maðurinn sveiflaði bílnum til og frá milli akreina á 130km hraða og talaði spænsku mjög hratt við samferðakonu sína. Ég var hrædd um líf mitt og svei mér ef Róbert var ekki orðin pínu smeykur á endanum!
Þegar við komum loks til Toledo var okkur tjáð að við gætum sett töskurnar okkar upp á hótelherbergi og svo væri beðið eftir okkur á veitingastað í nágrenninu (n.b. klukkan var orðin hálf ellefu að kvöldi til) og neyddumst við til að borða 3 réttaðan kvöldverð sem stóð yfir til miðnættis áður en við náðum að hvíla okkur. Ég var orðin svo þreytt að ég tók ekki einu sinni eftir því að hótelið okkar var við hliðina á yndislegri kirkju með fallegum kirkjuturni en hann sá ég næsta morgun....
Þeir segja að fall sé fararheill...
Ok.
ferðin byrjaði nú ekkert allt of vel. Við áttum flug suður kl. 18:40 á þriðjudagskvöldið. Veðrið var svona lala og ég frétti að það væri jafnvel skítt í Reykjavík. Með hroll í hjarta og kvíða steig ég upp í flugvélina og vonaði að ég hefði rangt fyrir mér. Því miður var þessi flugferð það slæm að hún vann stimpilinn "versta flugferð síðustu 2ja ára" í mínum huga. Annar nemandinn minn var mjög hræddur og ég verð að segja að hjartað mitt sló ansi ört þar sem vélin tók dýfur og hristi okkur eins og Martini drykk. Við komumst þó á leiðarenda og náðum að hvíla okkur (mismikið) áður en við mættum á BSÍ kl. 05:30 á miðvikudagsmorguninn. Ferðin til Kefló var óáhugaverð og í raun flugið út til Heathrow líka. En hér byrjaði allt svona "vesenið"(ekki svo mikið þó).
Vegna þess að IBERIA hafði gjörsamlega drullað yfir okkur þurftum við nú að taka leigubíl yfir á Gatwick flugvöll til þess að ná EasyJet flugi til Madrídar. Leigubílstjórinn var fyndinn ungur maður sem hafði skoðanir á öllu, tengdi alla forseta Bandaríkjanna við konungborið fólk í Evrópu (alla, þ.e. nema Bush) og var með slatta af samsæriskenningum. 45 mínútum af hraðbraut seinna vorum við mætt á Gatwick en gátum ekki innritað okkur í flugið nærri því strax svo við þurftum að drösla töskunum okkar upp á aðra hæð og planta okkur í sófa nærri Starbucks og spilakassa sal sem spilaði alltaf 10 sek. af "Money" með Pink Floyd á 3 mín. fresti. Stuð.
ég þarf nú að gera hlé á sögu minni til að fara í 1 stk. atvinnuviðtal en meira síðar (m.a. um starfsfólk EasyJet, háskalega keyrslu út úr Madríd og kirkjuturn)
ferðin byrjaði nú ekkert allt of vel. Við áttum flug suður kl. 18:40 á þriðjudagskvöldið. Veðrið var svona lala og ég frétti að það væri jafnvel skítt í Reykjavík. Með hroll í hjarta og kvíða steig ég upp í flugvélina og vonaði að ég hefði rangt fyrir mér. Því miður var þessi flugferð það slæm að hún vann stimpilinn "versta flugferð síðustu 2ja ára" í mínum huga. Annar nemandinn minn var mjög hræddur og ég verð að segja að hjartað mitt sló ansi ört þar sem vélin tók dýfur og hristi okkur eins og Martini drykk. Við komumst þó á leiðarenda og náðum að hvíla okkur (mismikið) áður en við mættum á BSÍ kl. 05:30 á miðvikudagsmorguninn. Ferðin til Kefló var óáhugaverð og í raun flugið út til Heathrow líka. En hér byrjaði allt svona "vesenið"(ekki svo mikið þó).
Vegna þess að IBERIA hafði gjörsamlega drullað yfir okkur þurftum við nú að taka leigubíl yfir á Gatwick flugvöll til þess að ná EasyJet flugi til Madrídar. Leigubílstjórinn var fyndinn ungur maður sem hafði skoðanir á öllu, tengdi alla forseta Bandaríkjanna við konungborið fólk í Evrópu (alla, þ.e. nema Bush) og var með slatta af samsæriskenningum. 45 mínútum af hraðbraut seinna vorum við mætt á Gatwick en gátum ekki innritað okkur í flugið nærri því strax svo við þurftum að drösla töskunum okkar upp á aðra hæð og planta okkur í sófa nærri Starbucks og spilakassa sal sem spilaði alltaf 10 sek. af "Money" með Pink Floyd á 3 mín. fresti. Stuð.
ég þarf nú að gera hlé á sögu minni til að fara í 1 stk. atvinnuviðtal en meira síðar (m.a. um starfsfólk EasyJet, háskalega keyrslu út úr Madríd og kirkjuturn)
18. mars 2007
komin heim...
Ég er loksins komin heim aftur!
Eftir 5 daga ferðalag, 3 lönd, 6 flug (3x2), lestarferðir, rútuferðir og trilljón gönguferðir er ég komin aftur til Akureyrar með þunga tösku og höfuð fullt af minningum.
Ég er við það að sofna við tölvuna svo ég læt þetta duga - tilkynningarskyldan búin.
Eftir 5 daga ferðalag, 3 lönd, 6 flug (3x2), lestarferðir, rútuferðir og trilljón gönguferðir er ég komin aftur til Akureyrar með þunga tösku og höfuð fullt af minningum.
Ég er við það að sofna við tölvuna svo ég læt þetta duga - tilkynningarskyldan búin.
13. mars 2007
Ferðin byrjar...
Flug til Reykjavíkur eftir einn og hálfan, flug til London eftir 16 tíma og áfram til Madrid eftir rétt um sólarhring.... Veit ekkert hvernig netsambandi ég verð í þarna úti svo ég hendi bara inn færslu ef ég get.. annars bara leiter....
11. mars 2007
Voy a Espana!
Takk fyrir krossleggingu putta og tása og allt - ég er þokkalega á leiðinni til Spánar! Á miðvikudaginn held ég því til Madrídar gegnum London og fer svo þaðan til Toledo. Framundan eru fundir, skoðunarferðir, smá afslöppun (vonandi) og kannski maður kaupi smá marsípan?
Í dag fór í ég skírn og skírnarveislu með tilheyrandi kökum. Mætti reyndar aðeins og seint í kirkjuna (ekki mér að kenna!) en náði þó mest allri athöfninni. Innilega til hamingju Inga, Einar og Jóhanna Margrét!
Á morgun byrjar Ratatoskur hjá nemendum M.A. og ætlum við Harpa samkennari að bjóða upp á kennslu í prjóni og hekli - vúhú! Þetta þýðir að almenn kennsla fellur niður að mestu leyti og því er hægt að nýta dagana í að fara yfir ýmsustu mál; stíla, möppur o.fl.
Er á leiðinni í bólið - þreytan að hellast yfir mann...
Í dag fór í ég skírn og skírnarveislu með tilheyrandi kökum. Mætti reyndar aðeins og seint í kirkjuna (ekki mér að kenna!) en náði þó mest allri athöfninni. Innilega til hamingju Inga, Einar og Jóhanna Margrét!
Á morgun byrjar Ratatoskur hjá nemendum M.A. og ætlum við Harpa samkennari að bjóða upp á kennslu í prjóni og hekli - vúhú! Þetta þýðir að almenn kennsla fellur niður að mestu leyti og því er hægt að nýta dagana í að fara yfir ýmsustu mál; stíla, möppur o.fl.
Er á leiðinni í bólið - þreytan að hellast yfir mann...
9. mars 2007
Toledo
Það vill svo skemmtilega til að ég er sennilegast, (nánast alveg komið á hreint, bara smá eftir að staðfesta) að skreppa til Toledo á Spáni á miðvikudaginn (sjá fallegu mynd hér að ofan). "Skreppa?" heyri ég einhverja segja - jú ég þarf að fara á fund ásamt samkennara mínum Róberti og tveimur nemendum. Ef allt gengur eftir þá förum við út á miðvikudaginn og komum aftur á sunnudaginn. Viljið þið nú krossleggja alla putta (og tær) að Easy Jet sé ekki með vesen eins og Iberia sem hefur hér með misst mikil viðskipti (löng og drepleiðinleg saga sem ég verð pirruð á að segja svo ég sleppi henni bara ;).
Helgin fer í lestur fyrir MA ritgerðina og á sunnudaginn mun hún Jóhann Margrét verða skírð og er mér að sjálfsögðu boðið :) Hlakka til að sjá ykkur, krúttin mín!
Átti smá erfiðan dag í gær og vil bara segja TAKK Inga mín fyrir að skilja mig :)
Hafið það eeeeeeeextra gott og túdúls
p.s. Hawaii druslan haggaðist ekki (fór meira að segja aðeins upp - úbbs!)
5. mars 2007
mar í lófa
Það er margt sem ég er tilbúin til að gera fyrir vini mína. Ég er til í að hjálpa þeim að flytja, bera húsgögn og kassa langar leiðir og jafnvel hjálpa þeim að mála, þrífa og setja saman IKEA húsgögn. Það er samt eitt sem ég mun aldrei gera fyrir ykkur, elskurnar mínar og það er að losa gólfefni hjá ykkur! Ég eyddi meirihluta sunnudagsins í að rífa upp gólfdúk, teppi og berja sundur parket. Í dag var mér illt í öllum líkamanum og í lófa mínum er rauður, aumur blettur eftir kúbeinið. Mér þykir samt ennþá vænt um kúbeinið ;)
Á meðan ég sat hérna fann ég hvernig líkaminn stífnaði enn meira. Ég finn að ég verð enn aumari á morgun - ég hlakka ekki til :(
Á meðan ég sat hérna fann ég hvernig líkaminn stífnaði enn meira. Ég finn að ég verð enn aumari á morgun - ég hlakka ekki til :(
1. mars 2007
niðurrif, bekkjarpartý og 100 grömm
Ég hoppaði upp um 100 grömmin aftur.. better luck next time!
Fór í bekkjarpartý hjá umsjónarbekknum mínum í kvöld. Gisela var svo yndisleg að bjóða okkur heim í spjall og köku og þegar ég fór voru þau ennþá að og horfðu á Lögregluhundinn Rex. Mér tókst líka að hjálpa meira til við framkvæmdirnar (aðallega með því að taka myndir :) en ég fékk samt flís.. töff.
Er að örmagnast af þreytu svo ég hef þetta stutt í kvöld.
Munið samt að horfa á Gettu Betur annað kvöld - Verzló-MA í beinni!!
Fór í bekkjarpartý hjá umsjónarbekknum mínum í kvöld. Gisela var svo yndisleg að bjóða okkur heim í spjall og köku og þegar ég fór voru þau ennþá að og horfðu á Lögregluhundinn Rex. Mér tókst líka að hjálpa meira til við framkvæmdirnar (aðallega með því að taka myndir :) en ég fékk samt flís.. töff.
Er að örmagnast af þreytu svo ég hef þetta stutt í kvöld.
Munið samt að horfa á Gettu Betur annað kvöld - Verzló-MA í beinni!!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)