25. september 2006

10 km ganga, Karíus og Baktus og hlaup

Jæja,
ég veit að ég er ekki besti bloggarinn þessa dagana, en ég hef afsökun - það er bara allt of mikið að gera hjá mér!!
Síðasta vika var sjúklega strembin og var ég ákveðin í að slappa vel af um helgina en var búin að gleyma því að ég var að fara í haustferð kennara á laugardeginum!
Við fórum í rútu að Dettifossi (vestri hlið) og gengum svo síðar um Hólmatungur og enduðum við Hljóðakletta. Samkvæmt nákvæmum GPS mælingum Jens gengum við hátt í 10 kílómetra þennan dag, enda voru menn hljóðir yfir matnum seinna um kvöldið ;)Maturinn sem beið okkar í Skúlagarði var feiknagóður og harmonikkuball Sverris Páls vakti lukku meðal kennara. Við fengum eins gott veður og mögulegt var og náðum við meira að segja að næla okkur í helling af berjum á leiðinni (þau fóru reyndar öll beint í munninn :).

Í gær fór ég svo á Karíus og Baktus hjá Leikfélaginu og skemmti mér konunglega yfir þessu 30 mín. leikriti þar sem þeir bræður skemmtu og hræddu öll börnin í salnum. Ágúst Óli sat stjarfur en var samt ekki hræddur, sem betur fer.

Mánudagar eru samt strembnir en ég náði loksins að hlaupa 2mín, labba 2mín 7sinnum úti áðan og það í mótvindi! Er reyndar að leka niður svo ég held ég láti þetta duga í bili.

5 ummæli:

Lára sagði...

Það er finnski hermaðurinn Jens ;)Það vill svo til að kærastan hans er frönskukennari við MA og bekkjarsystir mín úr 4AB líka ;)

Nafnlaus sagði...

Damn hvað þú ert dugleg Lára, þér tekst að láta mig fá samviskubit yfir því að vera ekki duglegri að fara út að labba/skokka, og það kalla ég blogg-krafta, yfir Atlantshafið og hálf Bandaríkin takk fyrir ;)

Heyrðu annars, las ég hérna að þú værir að notast við bók eða eitthvað system við labbið/skokkið hjá þér? Eða er það vitleysa í mér.

Indy

Lára sagði...

Hæ hæ Indy,
jú, ég er að nota bók sem fæst á Amazon (bæði .com og .co.uk) og heitir "Running Made Easy". Þetta er voðalega krúttleg, bresk bók sem hefur gagnast mér mjög vel. Mæli eindregið með henni (svo er hún líka ekki dýr ;)

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir info-ið :)

Indy

Nafnlaus sagði...

miss you *sniff*