Búin að breyta um nafn á blogginu.
Þetta gat náttúrulega ekki heitið "fréttir úr 101" lengur þar sem núverandi póstnúmer mitt er 600! Mér datt ekkert betra í hug í augnablikinu - finn eitthvað skemmtilegra síðar.
Helgin var stóráfallalaus - hjálpaði Ingu aðeins að flytja, fór í ræktina, prjónaði, las smásögur og reyndi að hvíla mig aðeins inn á milli. Já og ég fékk mér loksins Brynjuís... djöfull var hann góður ;)
María Erla mín er flutt til Edinborgar. Því miður náði ég ekki af henni fyrr en hún var komin á flugvöllinn í Glasgow og gat því ekki sagt almennilega bless við hana. Svona er lífið stundum. Vona að allt gangi vel- love ya babe ;)
Í síðustu viku náði ég að fara 6 sinnum í ræktina á 7 dögum (tók mér frí á sunnudaginn) svo ég verð að vera jafndugleg í þessari viku. Gymmið á mán., mið. og fös. og út að skokka á þri. og fim. og taka svo aukatíma í gymminu á laugardaginn. Hell yes!
Verð að halda áfram í vinnunni, búin að stoppa allt of lengi...
4. september 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli