29. janúar 2006

24

það er ótrúlegt hvað auglýsingar hafa sterk áhrif á mann. Er búin að sitja undir svaka auglýsingaherferð um nýjustu syrpuna um Jack Bauer og vini hans (með flottustu símhringingu í heimi - dú dú dírúúúúúú) og heillaðist svo mikið að ég er að ná mér í fyrstu 2 í augnablikinu! Vona að þeir standi undir væntingum hreinlega!

Helgin var alveg ágæt, átti dúndurpartý á föstudaginn og þakka öllum þeim sem litu inn!!
er búin að vera að læra restina af helginni og ætla að glápa aðeins á sjónvarpið núna

27. janúar 2006

ég er ógeðslega löt

við að blogga!
Er búin að vera undir miklu álagi þessa vikuna, mikið að gera í vinnunni, skólanum, einkalífinu og ég veit ekki hvað og hvað! Guðjón minn er farinn til Parísar, ansi leiðilegt án hans

Er búin að þurfa að þola verkamenn alla vikuna því það er víst eitthvað að vatnslögninni í næsta húsi. Ekki nóg með að þessi vandræði hafi byrjað í síðustu viku og olli Guðjóni næstum brunasári (þegar þeir gleymdu að láta okkur vita að þeir tóku kalda vatnið af í smá stund) heldur komu í ljós svo miklar skemmdir að þeir eru búnir að grafa meters djúpan skurð niður hálfa götuna mína! drullan og skemmtilegheitin við þetta allt saman eru alveg búin að reyna á þolinmæði mína en sem betur fer á þetta víst að klárast núna fljótlega eftir helgi.. vona bara að það detti enginn köttur eða eitthvað lítið dýr þarna ofaní!

Sit hérna og er að hlusta á disk sem ég var að setja saman, veit ekki hvort þetta er góð eða slæm blanda af partýtónlist.. kannski of mörg lög úr OC þáttunum! hehehe

23. janúar 2006

afmælishelgi

jahá!
Þessi helgi er búin að vera alveg frábær! Ég átti reyndar erfiðan föstudag sem ég eyddi í hálf-lasleika (kannski að aldurinn sé að færast yfir!) en fékk heimsókn um kvöldið sem gerði lífið auðveldara.
Á laugardaginn var ég svo í vinnu til 5 og skellti mér eftir það í bíó með Lisu á Memoirs of a Geisha og VÁ! alveg var þessi mynd ótrúlega flott! Við sátum í algjörri þögn (nema þegar ég var að gera grín að hreimnum hjá fólkinu með því að segja ´okey dokey doktor Jones' eins og litli strákurinn í Indiana Jones, fliss fliss) og létum myndina alveg heilla okkur. Mæli hiklaust með henni. Eftir myndina kíktum við so á kaffihús þar sem við virtumst vera einu stelpurnar! Á öllum hinum borðunum sátu 2 karlmenn saman.. ansi athyglisvert verð ég að segja.. held við höfum dottið niður á "Man Town" í miðri Reykjavík!

Í dag var ég svo að þrykkja út síðustu útsöluvörunum í vinnunni og tók það ansi mikla orku frá mér. Ég ákvað samt að skella mér aftur í bíó, í þetta sinn með Lindu og Bjarka á Brokeback Mountain og aftur VÁ! Þessi mynd á eftir að sitja í mér ansi lengi - er ennþá að velta fyrir mér ótrúlegu landslagi, fallegri tónlist, enn fallegri karlmönnum og sögu sem er epískari en allt sem epískt er! Vona að sem flestir sjái sér fært að sjá þessar tvær myndir því þær eru alveg á klassa stigi!

er núna að kveðja hann Guðjón minn sem heldur til Parísar snemma í fyrramálið til að vera lítill þræll hjá Givency í 2 vikur..

20. janúar 2006

Ég vil byrja á því að þakka kærlega fyrir mig ! Allar kveðjurnar voru frábærar, hvort sem þær komu í formi sms-a, símtala eða sem comment á síðunni - TAKK!
Ég átti alveg frábæran afmælisdag sem náði hápunkti í kvöldmat með mömmu, Evu systur og Árna á American Style. Sjúklega góð nautasteik rann ljúflega niður og bjórinn sem ég fékk frá Ólöfu og Hjalta var alveg það sem ég þurfti til að halda upp á daginn :)
Í dag er ég svo bókuð í nokkur símtöl, köku með Lisu og kaffiboð með Lindu í kvöld...

Um helgina þarf ég að vinna, vinna, vinna en vona að allir hafi það ljúft og gott og ef ykkur leiðist á laugardagskvöldið þá er myndin 28 Days með Söndru Bullock á Rúv -ansi skemmtileg mynd!

knús til allra

18. janúar 2006

afmæli

ég á afmæli eftir hálftíma. 26 ár í pokanum, vonandi eins mörg og helst miklu fleiri eftir ;)
Sit og hlusta á Fistful of Love með Anthony & The Johnsons - annað lag af þessum góða "mix-cd" sem ég fékk að gjöf.. ansi ljúft að hlusta á einhvern jarma tregafull lög..

það er búið að vera svo kalt undanfarið að í dag fannst mér vorið hreinlega verið komið þó aðeins hefði mælirinn rétt skiðið yfir núllið. Hætti mér út í jakka en ekki úlpu, svei mér þá!
Hitti stelpurnar úr þýðingafræðinni á Sólon áðan og áttum við ansi góða stund yfir gómsætum matnum (flestir fengu sér eitthvað með kjúklingi í..hmm :)þar sem við ræddum heimsmálin og litlu málin - ansi gott.
ætla að baka köku þegar Guðjón kemur heim með eggin sem vantar...

ekki slæmt að eiga afmæli :)

15. janúar 2006

sunnudags hugsanir

ég er ekkert búin að vera allt of dugleg í janúar að blogga. held ég sé bara ekki í miklu tjáningarstuði þessa dagana. eða kannski er það vegna þess að ég vil ekki eða má ekki tala um allt í lífi mínu. stundum er leiðinlegt að eiga leyndarmál :)

fékk annars í gær frábæra gjöf - disk með alls konar lögum og meðal þeirra er Blackbird með Bítlunum. þetta lag er einfaldlega snilld, glæst, þétt. alltaf gaman þegar einhver eyðir tíma í að velja handa manni lög sem þeir halda að manni finnist skemmtileg :)

er á leiðinni í verslunarferð upp í úthverfi, aka, Smáralindina, til að finna mér einhverjar spjarir. vona að helgin ykkar hafi verið ánægjuleg og að næsta vika feli í sér skemmtilegheit - mín vika inniheldur a.m.k 3 kaffiboð, 2 afmæli (mitt og pabba), e.t.v. heimsókn frá mömmu minni, skólann og vinnuna...

knús knús knús

12. janúar 2006

Tristam og Ísöld

já krakkar mínir, annar skóladagurinn búinn og þá er ég bara búin í skólanum í þessari viku! flott er!
Fór í bókmenntasögu og málnotkun í morgun og átti ansi erfitt með að vakna klukkan 06:50 en það hafðist eftir smá snooze ;) Fékk úthlutað aukaverkefni í bókmenntasögunni og þarf sem betur fer ekki að halda fyrirlestur ein heldur fæ að vera með henni Þórdísi minni og ætlum við sem sagt að tala um Tristam og Ísöld eða hvernig sem fólk vill skrifa þetta (kennarinn vill hafa það svona :) Það besta við þennan fyrirlestur er að hann er eftir 3 vikur og þá þarf ég ekki að hafa áhyggjur af honum meira. þannig að kannski verður þetta ekki svo erfitt verkefnalega séð en það verður hellings lestur!

Tók annars eftir því að commentin minnkuðu eftir að ég setti inn orða-staðfestinguna þannig að ég tók hana af aftur... ég eyði bara út leiðinlegum spam commentum ef þau koma...

Er að drepa tíminn þar til ég fer á fund og svo bara í vinnuna - alltaf í vinnunni...

10. janúar 2006

dagur 2

byrjaði í ræktinni í gær og fór bæði í gær og í dag.. gerði samning í 12 mánuði þannig að það er eins gott að þetta endist hjá mér!
Hef annars verið einstaklega upptekin undanfarna daga , svo mikið að mér finnst ég hafa hálfpartinn týnt sjálfri mér í leiðinni. Er þreytt, leið og það er einhvern veginn allt svo erfitt í augnablikinu..
kannski þarf ég bara að sofa extra mikið þessa dagana.. það virðast bara ekki vera nógu margar klukkustundir í sólarhringnum til þess!

Skólinn byrjaði í dag - sé fram á mikinn lestur og ansi mikla vinnu út þessa önn.. eins gott að maður er að verða einu árinu eldri til að höndla þetta allt saman ;)

er að sofna

6. janúar 2006

afeitrun

ok, kominn tími á smá línu hérna.
Er komin aftur suður, byrjuð að vinna aftur og skólinn byrjar á mánudaginn. Einhvern veginn er búið að vera miklu meira að gera en ég hélt! Er núna í miðri afeitrun og langar bara að naga eitthvað. Já þessar vökvablöndur eru ekki alveg að gera það fyrir mig en samt er þetta ágætt.. ég er alla vega eiturhress en þarf að pissa svolítið oft!
Annars er voða lítið að frétta, bara éta, sofa, borða og einhvern veginn fyllist dagurinn af þessu...

Er á leiðinni út í rok og rigningu - eins gott að ég á strætókort!

2. janúar 2006

senn á enda förin er

hmm já, svona er þetta þegar maður reynir að vera skáldlegur - það endar allt í hlátursköstum.
Nú fer Akureyrar dvölinni að ljúka í bili og er ég bara nokkuð sátt við fríið mitt í ár. Ég eyddi miklu meiri tíma með fjölskyldunni en áður, fór í bíó en ekki á ball og byrjaði nýja árið með litlu vínglasi en ekki timburmönnum og ælu um morguninn. Eins og Guðjón sagði rétt áðan þá skiptir það máli hvernig maður byrjar árið og ég held ég hafi gert drastíska breytingu í ár með því að byrja það vel!
Ég fer aftur suður á morgun og tekur þá við vika af hálf-aðgerðarleysi þar sem skólinn minn byrjar ekki aftur fyrr en 10 janúar. Verð nú samt að fara í vinnuna og skipuleggja næsta mánuðinn svo ég mun ekki sitja auðum höndum - alla vega ekki allan tímann.
Best að fara og kaupa eyrnatappa fyrir flugið...