... sagði einhver vitur maður einu sinni. Ég er alltof löt við að blogga hérna, skamm skamm.. sé að ég hef ekki yrt hér síðan á sunnudaginn!hamingjan sanna. Lenti í (ó)veðri í gær þegar ég var að bera út, fæ hroll við tilhugsunina bara, brrrr! snjór ofan í hálsakotið og tilheyrandi vibbi... restin af vikunni er búin að vera svipuð, vont veður, lítill skóli og mikil innivera..
Annars er fyndið hvernig allt klárast á sama tíma. þá á ég við sjampó, þvottaduft, uppþvottalög.. kannski vegna þess að maður kaupir þetta allt á sama tíma þegar maður flytur inn á nýjan stað og svo er maður svona líka rosalega jafn í notkun á þessu, fliss fliss. Þarf að skunda í bónus núna og kaupa inn fyrrtaldar vörur þar sem ég gleymdi að taka debetkortið mitt með mér í vinnuna svo nú þarf ég að halda á öllu heila draslinu í stað þess að geta trillað því heim í póstkerrunni! vei!
Í kvöld er ég að spá í að fara í bókmenntagöngu í tilefni vetrarhátíðarinnar. Þeir sem hafa áhuga er bent á að brottför er frá borgarbókasafninu kl. 20:30 og er fararstjóri Úlfhildur Dagsdóttir. Verður pottþétt stuð stuð stuð...
jæja, best að dúða sig og skunda í bónus.. ekki gleyma vettlingum
17. febrúar 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Þetta er alveg satt hjá þér, það klárast alltaf allt á sama tíma, bregst ekki.
Mikið var samt America´s next top model mikil schnilld í gær. Þær grenjuðu næstum allar. Get ekki beðið eftir næsta þætti.
Knús Anna Margrét, Loveville
Skrifa ummæli