ahhh, ég verð að segja að þessi þoka er orðin nokkuð þétt á köflum.. féllust nærri því hendur þegar ég ætlaði að labba í skólann áðan og sá ekki brúna á skothúsvegi þar sem ég stóð hjá fríkirkjunni..
Annars myndast svolítið öðruvísi andrúmsloft í kringum þessa þoku. mér finnst færri á ferli og svei mér ef fólk keyrir ekki aðeins hægar. Við veltum fyrir okkur hvort að fólk myndi fyllast ofsóknarbrjálæði ef þokan yrði í nokkrar vikur svona þétt, fara að ásaka hvort annað um stuld og alls kyns uppátæki um allan bæ!
Ég virðist vera sérstaklega pestasækin þessa dagana því ég lagðist í enn einn kvef/flensu ógeðisskammt um helgina en er á hröðum batavegi og get andað gegnum báðar nasirnar í dag! hljóma samt ennþá eins og phoebe þegar hún var með sexy voice nema hvað hún er ekki sexy hjá mér og við guðjón sjúgum upp í nefið í steríó heima (útlendingum til mikillar hrylli)...
Survivor byrjaði í gær og ég held ég hafi sjaldan fylgst með af jafn mikilli eftirvæntingu! var búin að frétta af 3 myndu hætta áður en fyrsti dagurinn væri jafnvel liðinn en svo reyndist ekki og var þetta því ekki eins svakalegt og ég átti von á. En mikið vona ég að þeir haldi fólkinu í óvissu allan tímann, geri það svolítið stressað, tíhí það væri fyndið..
jæja, ég verð að fara að læra víst, bleble
22. febrúar 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli