jæja, enn ein helgin upp runnin!
átti bara alveg ágæta viku, frí í skólanum á mánudag og miðvikudag svo maður náði að vinna aðeins upp lestur í setningafræðinni. Sem betur fer er þokan líka farin en búið að rigna svolítið í staðinn. Í gær, föstudag, var samt svo yndislegt svona páskaveður, sól og frábært að fá sér ís og fara í bíltúr, nammi namm.
Anna-Margrét kom suður á miðvikudaginn og áttum við skemmtilegan lunch og slúður á fimmtudaginn og svo drinks á apótekinu í gær með Elvari og fleirum. Fór nú samt snemma að sofa sökum mikillar þreytu og vinnuhópnum sem hittist von bráðar í grafarvogi :)
Vil nota tækifærið og óska Önnu til hamingju með útskriftina í dag, bling-bling, og Ágústi Óla með 1 1/2 árs afmælið í dag, kiss kiss kiss kiss og knús
verð að þjóta í bili
26. febrúar 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli