22. nóvember 2004

mánudagar = mæðudagar

ég tók eftir því að það commentaði enginn þegar ég var að vera góð á laugardaginn þannig að ég skipti bara aftur um gír og kvarta.. hehehehe.. nei nei annars..

Ég átti frekar stressaða helgi, var að vinna að verkefnum báða dagana frá 9 um morguninn og fram til svona 5 þannig að ég er ekki mjög úthvíld fyrir þessa vinnuviku. Afraksturinn er hins vegar ágætur og minna stress í mér þannig að ég verð að vera dugleg svona um helgarnar! Er loksins komin með Office pakkann í nýju tölvuna mína þannig að ég get unnið meira heima (laptopinn beilaði á mig og vill ekki skrifa g og h ásamt kommu og backspaceinn virkar ekki heldur - frekar spes)

Tók mér reyndar klukkutíma blund eftir vinnu í dag og átti hann alveg skilið að mínu mati. Guðjón sá sóma sinn í að leggja sig með mér og því var svefnhöfgi yfir hallveigarstígnum í dag.. Lögðum síðan í smá leiðangur í holtagarða til að versla í bónus og sjá hvort eitthvað af húsgögnunum hans væru nú til (búin að vera "væntanleg" síðan í september, fuss og svei. Annars er gaman að brjóta aðeins upp rútínuna sem maður festist alltaf í og versla annarsstaðar en á laugarveginum, stærri búð og svona.

Ég hlakka svo til jólanna að það er rosalegt! Guðjón ætlar að skella upp seríum í gluggana og ætli ég þurfi ekki að grafa upp mosa, kerti og leir til að skella í eins og einn aðventukrans fyrir sunnudaginn svo maður sé nú með í þessu sko..
ahh *geisp* er nú reyndar að finna fyrir því að ég lagði mig áðan, svefnhöfginn lifir, ó já..

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

*yawning* you go girl ;) þessi geispi er smitandi hehe
:maríaerla:

Lára sagði...

aww bjössi, takk takk