3. apríl 2008

Landsbyggðarfyrirlitning?

Rakst á þessa frétt á inni á Vísi núna rétt áðan:
Orkuveitan selur gömul líkamsræktartæki

Orkuveita Reykjavíkur er að selja notuð líkamsræktartæki.

Orkuveita Reykjavíkur auglýsir til sölu í Morgunblaðinu í dag fjöldann allan af líkamsræktartækjum. Um er að ræða gömul tæki sem fyritækið keypti notuð þegar nýja húsið var tekið í notkun. Tilvalið fyrir fólk á landsbyggðinni segir Sigrún A. Ámundadóttir hjá Orkuveitunni.

„Þegar við fluttum yfir í núverandi húsnæði var gert ráð fyrir líkamsræktaraðstöðu og voru keypt notuð tæki. Síðan var gerður þjónustusamningur við World Class sem sá um aðstöðuna. Fyrir nokkru ákvað World Class síðan að þessi tæki væru ekki boðleg fyrir sýna kúnna þannig að þeir tóku þetta yfir í heild sinni og fylltu stöðina af sínum tækjum," segir Sigrún en í kjölfarið var gömlu tækjunum hent út.

Sigrún segir að tækin séu mörg hver komin til ára sinna og séu ekki boðleg líkamsræktarstöðvum í Reykjavík. „Þetta eru engu að síður tæki sem stöðvar úti á landi geta boðið sýnum viðskiptavinum, við gerum nefnilega minni kröfur úti á landi," segir Sigrún en öll tækin verða seld í einu lagi.

Því geta einstaklingar ekki nælt sér í einstök tæki en listinn er nokkkuð langur. Þar má sjá kálfavél, fótakreppur, kviðvélar og tvo ljósabekki.„Nei einstaklingar geta ekki nælt sér í ljósabekk hjá okkur. Það er bara annaðhvort allt eða ekkert."

Sigrún segist vonast til þess að aðilar úti á landi geti nælt sér í tækin og byrjað að æfa sem fyrst. „Það er það sem skiptir máli."


Hvað finnst ykkur, lesendur kærir?

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er sko landsbyggðarfyrirlitning á háu stigi. Skammarleg! Það ætti að rassskella þessa kellingu ;)

Nafnlaus sagði...

Gott hjá þér reyndar að ná að grípa fréttina með upphaflegu orðalagi. Það er nefnilega búið að breyta því talsvert núna, breiða yfir fyrirlitninguna og fella út skammarlega stafsetningarvillu.

Nafnlaus sagði...

Hahaha, bara fyndið! Heimska fólk!

Nafnlaus sagði...

þetta skítapakk maður

Nafnlaus sagði...

umm kv. Mummi..... netið er of flókið fyrir mig...

en aftur: skítapakk