21. apríl 2008

Óliver

Ég kynni stolt nýjustu viðbótina við fjölskylduna mína, labradorhvolpinn Óliver :)





Mummi og Sara fóru með mér í gær að kíkja á tvo rakka sem ég mátti velja á milli. Þessi var mesti töffarinn, enda étur hann nánast allt frá systrum sínum og bróður en örlög okkar beggja voru innsigluð þegar ég hélt á honum og hann pissaði á mig! Þvílíkur klassi að merkja sér eiganda sinn ;)


Ég fæ hann formlega afhentan í júnílok því konan er svo elskuleg að geyma hann aðeins lengur fyrir mig svo ég geti sinnt honum vel í sumarfríinu. Ég fæ samt að fá hann í „aðlögun“ í júnímánuði :)


Þá er bara að finna búr, skálar, ól, hundaöryggisbelti og allt tilheyrandi! Er einhver að losa sig við stórt hundabúr?? ;)


10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ohh, ég var að vonast til þess að það væri mynd af litla töffaranum :)
Til hamingju!

Nafnlaus sagði...

Til hamingju!!!

hlakka til að sjá mynd.

Knús

Nafnlaus sagði...

Kjút :-)
Knús ame

Lára sagði...

Takk stelpur,

já og takk fyrir síðast ame - gott kjúklinga burritos!

Nafnlaus sagði...

OMG það er ekki skynsamlegt fyrir konu með svona mikið hormónaflæði að skoða svona mynd! ARG hann er svo sætur!

Nafnlaus sagði...

Flottur Óliver, hann er svoooooooo sætur.
kv. áhk

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn!

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með fjölskyldumeðliminn nýja!!
Er búið að ákveða nafn?
knús
íris

Nafnlaus sagði...

jiiiminn...
stundum skil ég ekki af hverju í ósköpunum ég er með dökkt hár!! fallegt nafn á krúsanum þínum!!;)
-manstu eftir kisanum okkar honum Ólíver??
aftur knús...
íris

Nafnlaus sagði...

Oooh hann er svo sætur, ég elska svarta labradora, þeir eru bestir og yndislegastir og flottastir, fékk að halda á einum aðeins eldri um helgina og ég bráðnaði barasta, það var mjög erfitt að halda aftur af sér!

Kv.
Linda