24. desember 2007

Hátíð í bæ

Kæru vinir og vandamenn sem rata inn á þessa síðu.

Gleðilega jólahátíð!

Hafið það sem allra best í dag og næstu daga,

jólknús og milljón kossar

Lára

20. desember 2007

Að gleðjast yfir því að geta glaðst

ég er búin að bíða eftir jólakyrrðinni sem kemur yfirleitt alltaf. búin að bíða eftir augnablikinu þegar hjartað hættir að slá svona fast og ég leyfi mér að gleyma mér.

jólin í mínum huga eru tími fjölskyldu og vina - tími til að njóta þess sem maður hefur og þakka fyrir sig. ég er þakklát fyrir margt í ár, börn sem fæddust heilbrigð, börn sem urðu til og eru væntanleg með vorinu, vináttubönd sem styrktust og önnur sem mynduðust óvænt, heilsuna og sjálfstæðið (já ég veit, kannski skrýtið :)

ég get glaðst og gleðst yfir því

19. desember 2007

Hard things

Þetta er svo fallegt lag..

Hard things you said to me
Of monsters beneath your sea
That lurk in the dark deep abyss.
Hard things you told me of
A cold and a bitter frost
That bites at your feet while we kiss...

And so we ran away from the storm
Your feet on my belly, to keep you warm
You’ve got to learn,
Soon we’ll both learn, to let go of our pain...

And to think (I thought you needed time to think...)

Warmth I can give to you
To last us the whole night through
I’ll scatter your bad dreams away
And all of our sorrows and all of our banes
Will make like the snowflakes and melt in the rain.
And leave us the puddles to play

Þið getið hlustað á það og fleiri góð hér

18. desember 2007

Eigum við að ræða þetta eitthvað?

Uppáhalds jólalagið mitt í ár en maðurinn er greinilega búinn að tapa sér!

17. desember 2007

Forðist mig

Samstarfskona mín var að ljúka samtali við afar óliðlegan mann sem svarar fyrir þetta gistiheimili. Málið snérist um einfaldan hlut vegna herbergis sem hún afpantaði en fær ekki endurgreiðslu því hún pantaði ekki í gegnum síma. Hún reyndi að panta í gegnum síma, margoft, en aldrei var svarað og benti maðurinn henni þá á að skipt hefði verið um símkerfi. Sem sagt, skítapleis með lélegar afsakanir.

Eins og umsagnirnar benda á mæli ég með því að fólk forðist Travel Inn og beini viðskiptum sínum annað.

16. desember 2007

Jólahlaðborð

ég smyglaði mér í jólahlaðborð í gær. ég mætti með köku svo mér var hleypt inn ;)
Ótrúlegustu málefni flugu þarna um stofuna og flest þeirra vil ég ekkert hafa eftir hér - hver veit nema börn rambi inn á þessa síðu! Kalkúnn, svartfugl, hangikjöt (3 mismunandi gerðir), snilldar meðlæti og kakan hjá Eilífi og Kára var mjög góð - þó svo að þeir hafi ekki gert hana sjálfir ;D
Takk fyrir mig öll sömul - ég er ennþá södd!

Var að koma úr 1. árs afmæli Jóhönnu Margrétar og vakt púsluspilið sem ég kom með mikla athygli hjá afmælisbarninu, kannski þó bara vegna þess að pakkarnir á undan voru mjúkir.

Jólaskapið er að renna á mig - nú verður jólamynd á dag fram til aðfangadags!!

15. desember 2007

jóla jóla jóla

ég lagðist í stutt en leiðinleg veikindi... held ég sé að verða ímyndunarveik, en þar hef ég ekki tærnar þar sem Guðjón minn hefur hælana! Hann er hypochondriac af guðs náð og veit af því!

ég veit stundum ekki hvað ég á að skrifa inn í jólakort. ég held að stundum sé ég jafnvel of væmin eða of snubbótt - ég skrifa bara það sem mér dettur í hug þá stundina og allt er það vel meint :)

mamma er að spila 'Let it snow' frammi í eldhúsi... dýrka það lag.

er á leiðinni að kaupa jólatré með ma, pa, steinunni sys og ágústi. Í fyrra þóttist ég ætla að troða barninu í gegnum netavélina. honum var ekki skemmt. held ég taki þann brandara ekki með í ár!

12. desember 2007

Er þetta hægt?

Ég ætla að biðja fólk um að lesa þessa færslu, ef það er ekki búið að því nú þegar.
Þessi unga kona fór til Bandaríkjanna og lenti í vægast sagt leiðinlegri lífsreynslu við komuna til landsins.

http://erla1001.blog.is/blog/erla1001/entry/388660/

11. desember 2007

nammi namm :)

You Are Apple Pie

You're the perfect combo of comforting and traditional.
You prefer things the way you've always known them.
You'll admit that you're old fashioned, and you don't see anything wrong with that.
Your tastes and preferences are classic. And classic never goes out of style.

Those who like you crave security.
People can rely on you to be true to yourself - and true to them.
You're loyal, trustworthy, and comfortable in your own skin.
And because of these qualities, you've definitely earned a lot of respect.

10. desember 2007

Upptyppingar



Það er eitthvað pínu sexý við svona jarðskjálftahrinu




9. desember 2007

jólafríð nálgast...

ég og mummi kláruðum verkefnið okkar áðan svo ég er komin í jólafrí frá skólanum. Það er nú reyndar ekki upp á marga fiska því ég þarf að skila verkefni 10. janúar - skítt.

ég er búin að ganga frá nokkrum jólagjöfum, skrifa helming jólakortanna og byrjuð á jólahreingerningunni (betur þekkt sem 'færum þessa hrúgu af drasli þangað sem við sjáum hana ekki' prógrammið) svo ég get farið að horfa á eitthvað af þessum jólamyndum mínum ;)

ég gleymdi auðvitað bestustu myndinni minni á listanum um daginn - The Nightmare before Christmas e. Tim Burton... schnilldarmynd þar á ferð og ég fæ alltaf 'this is halloween' á heilann þegar ég hugsa um hana!!

damn, nú langar mig að kíkja á hana...

8. desember 2007

(ó)farir?

Piparkökumótin mín komu loksins.. ég nennti ekki að baka fleiri piparkökur svo ég ákvað að bara eitthvað sem heita 'sugar cookies' og bragðast mitt á milli vanilluhringja og kúrenukaka (mínus kúrenur)

deigið var of lint, svo var það of hart, svo bakaði ég nokkrar kökur og þær voru of harðar og næstu voru og þykkar svo þær voru mis líka..

ég gafst eiginlega upp en á þó nokkrar sem hægt er að gera sætar með því að smyrja á þær flórsykurkremi og borða þær í myrkri...

ég vaknaði allt of snemma í morgun og nú er ég búin á því en er á leið í jólaleiðangur... minn er þreyttur


p.s. ég ætla að láta blessa íbúðina mína - presturinn er klár í verkið.

6. desember 2007

Don't tap it - wack it!


Þetta er ótrúlega gott (Lisa, I know you'll agree!)
Það besta er að maður þarf að buffa þennan bolta til þess að hann "brotni" í súkkulaði/appelsínubáta ;)

4. desember 2007

Prestablogg

Ég les bloggið hans séra Svavars og finnst hann oft hitta naglann á höfuðið og oft er gott að lesa falleg og hlý orð í garð náungans þegar manni er kalt eða þykir myrkrið og mikið.
Í gær skrifaði hann um orðin 'Varúð! Prestur!' sem höfðu verið skrifuð aftan á bílrúðu séra Óskars og skrifar hann pistil í kringum það sem ég hvet ykkur til að lesa.

Ég ætla hins vegar að biðja fólk um að stilla sig þegar kemur að athugasemdum, því trúmál eru hitamál eins og sjá má á athugasemdum við pistilinn hans....

3. desember 2007

Niðurtalningin hefst

Já jólin koma víst alltaf á endanum, sama hvort maður er búinn að baka, þrífa, pakka inn gjöfunum, senda jólakortin og hvaðeina...
Ég og mútta erum búnar að baka, ég eina sort og hún 5! Svo gerðum við piparkökur saman, en það hallar nú aðeins á hana, ekki satt? Dugleg mamma ;)

Ég á eftir að skella jólakortunum í póst og taka netta jólahreingerningu á herbergið en það kemur allt saman. Fyrst þarf ég að skila inn ritgerð með Mumma en við höfum viku til að klára hana og þá ætla ég aldeilis að leyfa jólabarninu að dafna.

í fyrra setti ég inn lista yfir jólabíómyndir sem ég vil helst horfa á í desember eða milli jóla og nýárs og í ár er engin breyting.. í fórum mínum á ég nú:
-While you were sleeping
-Love actually
-The Holiday
-White Christmas
-The Grinch

Auk þess sem ég horfi oft á LOTR um jólin, því þær voru allar frumsýndar um jól.

Íbúðin gengur alveg ótrúlega vel en það er löngu orðið ljóst að ég flyt ekki inn fyrir jól. Næsta pressa er að klára fyrir afmælið mitt í janúar svo krossleggið nú puttana með mér. Svefnherbergið er tilbúið undir málningu og parket, hurðirnar eru að koma, flísarnar eru líka komnar svo það vantar bara eldhúsinnréttinguna og svo alla vinnuna ;)

Þorláksmessa ætti að vera athyglisverð - ekki einungis verða úrslit í dansþættinum Strictly come dancing heldur tekur Barcelona á móti Real Madrid á heimavelli og það er ruuuuusalegt! Stemmarinn á áhorfendabekkjunum er ólýsanlegur og ekki spillir fyrir ef Smárinn fær að vera inná...