Ég hef verið að lesa gamlar bloggfærslur síðustu daga og mikið hef ég hlegið og grátið til skiptis. nóvember síðustu ár:
25. nóvember 2004 Góðar fréttir og slæmar
góðu fréttirnar eru þær að ég er að lesa með fyndnari bókum sem ég hef á ævinni lesið; "eats, shoots and leaves - the zero tolerance to punctuation".. ef þið hafið húmor fyrir lélegum staðsetningum á kommum og punktum og þess háttar merkjum þá er þessi flott.. slæmu fréttirnar eru þær að það er fyrirlestur eftir um klukkutíma og ég er að fá stress kast! vantar að róa mig aðeins, sérstaklega þar sem við erum búnar að öllu.. gef mér gott klapp á bakið *klapp klapp* verð að þjóta, þarf að fá mér vatn að drekka og lesa yfir glærurnar aðeins :)
28. nóvember 2005 'Við vorum orðin svo stressuð að koma hingað'
þetta sagði Jónsi í Sigur Rós rétt áður en tónleikunum lauk í höllinni í gær.. öö þau hefðu alveg getað sparað sér þetta stress því þetta var ÓTRÚLEGT!!!!! Ég er samt ekkert smá fegin að ég var í stúku en ekki í maurahafinu á gólfinu eins og allir 'litlu krakkarnir'. Sviðsframkoman, öll umgjörðin í kringum tónleikana, ljósin, myndbrotin sem er varpað á tjaldið bakvið þá - allt saman small eins og flís við rass og maður fór í gegnum allan tilfinningaskalann bara. Ég held ég hafi verið með gæsahúð meirihlutann af þeim 2 og hálfum tíma sem þeir voru á sviðinu og geri aðrir gott betur!öll, öll, öll uppáhaldslögin mín fengu að hljóma um salinn -er hægt að biðja um eitthvað betra?
19. nóvember 2006 "Hver heldurðu að þú sért Bastian?! Bæjarfógetinn?"
Ég fór í leikhús á föstudaginn á Herra Kolbert eins og ég minntist hér á og ég verð að segja að það kom mér skemmtilega á óvart. Ég hafði séð brot úr því á N4 rétt fyrir frumsýningu og var með vissar efasemdir en hristi þær af mér eftir 10 mínútur af leikritinu. Þessir leikarar eru ótrúlegir, leikritið sjálft fyndið og örlítið átakanlegt um leið og það stuðar mann í endann. Mæli með þessari sýningu en það er víst bara sýnt fram að jólum. (já og fyrirsögn bloggsins er einmitt úr leikritinu)
Í gær fór ég svo í bíó á Bond og annan eins Bond hef ég ekki séð. Hann er svo mikill karlmaður að mann svimar bara. Ó já! Myndatakan er frábær, mér fannst sagan líka alveg ágæt (þó það truflaði mig pínu að þetta átti að vera forsaga sem gerðist samt í nútímanum.. hmm)og Bond-pían skemmtileg. Mæli með henni, en athugið að hún er 2 1/2 klst.
Fyndið að glugga svona í hugsanir manns árum seinna... svona er lífið skrýtið
26. nóvember 2007
22. nóvember 2007
Af bílum
Ég held ég hafi get mistök...
Ég hefði að sjálfsögðu átt að kaupa mér sport útgáfuna af Aygo
Já eða splæst í Dj- útgáfuna
Verst er samt að ég var að komst að því að Aygo (dregið af I-go) var svona samstarfsverkefni milli Toyota, Citroën og Peugeot árið 2005 og eru Citroën C1 og Peugeot 107 framleiddir með Aygo í Tékklandi.
Sjáið þið sauðasvipinn?
Ég hefði að sjálfsögðu átt að kaupa mér sport útgáfuna af Aygo
Já eða splæst í Dj- útgáfuna
Verst er samt að ég var að komst að því að Aygo (dregið af I-go) var svona samstarfsverkefni milli Toyota, Citroën og Peugeot árið 2005 og eru Citroën C1 og Peugeot 107 framleiddir með Aygo í Tékklandi.
Sjáið þið sauðasvipinn?
21. nóvember 2007
Af regnbogum, föllum og gönguljósum
Fyrsta fall vetrarins er staðreynd!
Ég fór í kaffi til Önnu og Jens á sunnudaginn og ákvað að labba í stað þess að vera alltaf á bílnum. Ekki gekk það betur en svo að á leiðinni heim, þar sem ég gekk í sakleysi mínu niður Oddeyrargötuna þá steig ég ógætilega niður og flaug á rassinn! Sem betur fer var enginn þarna því ég hló eins og fáviti, klöngraðist á fætur og labbaði svo flissandi ofan í bringu alla leiðina heim.
Ég náði að næla mér í svæsna kvefpest um helgina og er enn hóstandi og hnerrandi öllum regnbogans litum ásamt því að kafna næstum í svefni. Hressandi. Svo hljóma ég líka eins og konukarl. Í gær þekkti samstarfskona mín mig ekki og þegar Mummi hringdi í mig hélt hann að ég væri nývöknuð. Ótrúlega fínt ;) Ég ætla samt í ræktina á eftir og vona að ég geti hrist eitthvað upp úr lungunum.
Ég tók eftir dálitlu í vor sem ég gleymdi alltaf að blogga um. Á ljósunum hjá BSO sem ég geng alltaf yfir þegar ég kem úr bænum hefur einhver listamaðurinn skellt tveimur svörtum doppum á rauða kallinn. Hvar, heyri ég ykkur hugsa, jú á bringuna. Við Akureyringar skörtum því mjög kvenlegum gönguljósum og ég brosi alltaf ósjálfrátt þegar ég lít upp á rauða ljósið og sé brjóstagóða konuna standa teinrétta og meina mér að ganga yfir götuna.
Ég fór í kaffi til Önnu og Jens á sunnudaginn og ákvað að labba í stað þess að vera alltaf á bílnum. Ekki gekk það betur en svo að á leiðinni heim, þar sem ég gekk í sakleysi mínu niður Oddeyrargötuna þá steig ég ógætilega niður og flaug á rassinn! Sem betur fer var enginn þarna því ég hló eins og fáviti, klöngraðist á fætur og labbaði svo flissandi ofan í bringu alla leiðina heim.
Ég náði að næla mér í svæsna kvefpest um helgina og er enn hóstandi og hnerrandi öllum regnbogans litum ásamt því að kafna næstum í svefni. Hressandi. Svo hljóma ég líka eins og konukarl. Í gær þekkti samstarfskona mín mig ekki og þegar Mummi hringdi í mig hélt hann að ég væri nývöknuð. Ótrúlega fínt ;) Ég ætla samt í ræktina á eftir og vona að ég geti hrist eitthvað upp úr lungunum.
Ég tók eftir dálitlu í vor sem ég gleymdi alltaf að blogga um. Á ljósunum hjá BSO sem ég geng alltaf yfir þegar ég kem úr bænum hefur einhver listamaðurinn skellt tveimur svörtum doppum á rauða kallinn. Hvar, heyri ég ykkur hugsa, jú á bringuna. Við Akureyringar skörtum því mjög kvenlegum gönguljósum og ég brosi alltaf ósjálfrátt þegar ég lít upp á rauða ljósið og sé brjóstagóða konuna standa teinrétta og meina mér að ganga yfir götuna.
11. nóvember 2007
Blitz-blogg
Var að koma úr mat frá Önnu og Jens og stend á blístri!
Takk fyrir hangikjötið og kökuna - ljúffengt alveg :)
Annars er ég búin að vera ein heima og vinna í MA-ritgerðinni og velt ýmsu fyrir mér, eins og að
*það á að rassskella fólkið sem "þýddi" Toys'R'Us bæklinginn
*Pétur Ben er algjört krútt (gaman að lenda óvænt á kaffihúsi með þeim Mugison)
*Sunnudagsbíó á Rúv er tærasta snilld
*hundar eru algjört möst fyrir einhleypar konur og mig langar í einn slíkan (helst labrador ;)
*Dr. Phil er vanmetinn (hehehe)
*ég hlakka til að sjá Ökutíma
love love love úr köldu gettóinu,
Laura Ingalls
Takk fyrir hangikjötið og kökuna - ljúffengt alveg :)
Annars er ég búin að vera ein heima og vinna í MA-ritgerðinni og velt ýmsu fyrir mér, eins og að
*það á að rassskella fólkið sem "þýddi" Toys'R'Us bæklinginn
*Pétur Ben er algjört krútt (gaman að lenda óvænt á kaffihúsi með þeim Mugison)
*Sunnudagsbíó á Rúv er tærasta snilld
*hundar eru algjört möst fyrir einhleypar konur og mig langar í einn slíkan (helst labrador ;)
*Dr. Phil er vanmetinn (hehehe)
*ég hlakka til að sjá Ökutíma
love love love úr köldu gettóinu,
Laura Ingalls
2. nóvember 2007
Passar þetta?
Samkvæmt kaffiprófinu er ég
Latte!
og samanstend af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?
Latte!
og samanstend af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)