28. júní 2007

paperback or hardcover?

ég renndi augunum yfir metsölulista (yeah right) bókabúðanna í fréttablaðinu í dag og sá að flestar bækurnar voru merktar 'kilja'. Persónulega finnast mér kiljur betri en harðspjaldabækur því auðveldara er að lesa kiljur uppi í rúmi seint að kveldi.

Ég þurfti að kaupa biblíuna á ensku fyrir einn áfangann í HÍ og var hún einmitt í kilju, með næfurþunnum blaðsíðum - svo þunnum að letrið lak örlítið í gegnum blaðsíðurnar. Þessi bók var mismikið lesin en ég hafði hana uppi við þar sem ég bjó fyrir sunnan. Nú man ég ekki hver það var, en einhver sem kom til mín og sá að biblían var þarna í kiljubroti var frekar hneykslaður og fannst þetta vanvirðing við þennan mikla texta. Mig minnir að ég hafi svarað því til að þetta væri nú einmitt það sem biblían gengi út á, að koma textanum til fjöldans og ekki hefðu allir efni á að kaupa innbundna biblíu með gullskreytingum.

Við vorum ekki sammála. Það var meira en allt í lagi.

Kiljur eru ekki minni bækur en harðspjalda bækur. Ef ég gæfi út ævisögu mína kæmi hún eingöngu út í kilju. Hún yrði rauð.

25. júní 2007

að miða áfram

ritgerðin mjakast áfram, á hraða snigilsins. sit á amtinu og reyni að pikka inn gáfulegar hugsanir sem fjúka í burtu jafnóðum í þessu roki.

ég hef eina gulrót í vændum - er á leiðinni suður á föstudaginn og ætla að vera fram á þriðjudag eða miðvikudag. ætla að reyna að vera búin með alla vega 10 blaðsíður fyrir þann tíma, því þá eru bara 80 eftir ;)

23. júní 2007

Face!

Henry er farinn frá Arsenal yfir til Barcelona. Face!!

21. júní 2007

It's raining.... but not men!

Já loksins kom rigningin sem ég er búin að væla um í nokkra daga! Þið hin fyrirgefið mér að ég vilji ekki glampandi sólskin og tveggja stafa hitatölur því þá er ekkert hægt að einbeita sér að ritgerðasmíð! Í gær var ég t.d. 'lokkuð' í hádegismat á teppi í Lystigarðinum, fékk mér kaffi á Te & Kaffi og fór í langan göngutúr með Ingu og Jóhönnu! Það var s.s. ekki mikið um skrif hér í gær en í dag stefnir allt í góðan dag, þökk sé rigningunni!

Eins og venjan er, í hinu dásamlega lífi, þá varð ég bleklaus og pappírslaus við fyrsta tækifæri hér í morgun! En þessi Þrándur í götu varð mér ekki að falli og held ég ótrauð áfram!

Æi, ég vona að það rigni áfram í dag... og helst á morgun en svo má vera gott veður um helgina, er það díll?!? ;)

19. júní 2007

Til hamingju með daginn!

19. júní er bleikur dagur... samt get ég ekki sett bleika fyrirsögn? skrýtið...

Í dag vann ég minn allra síðasta dag í MA - alla vega í bili :) ég kvaddi fólk en flesta á ég nú eftir að rekast á niðri í miðbæ, í sundlauginni eða hreinlega bara í Nettó, því Akureyri er nú ekki stór bær, hehe.

Sexy Boy hljómar hér bakvið mig því Air er í viðtali í Kastljósinu. Finnst þeir alltaf krúttlegir.

Úff, eitthvað lítið varið í bloggið í dag - kannski vegna þess að ég svaf í 4 klst. áðan, gjörsamlega búin á því og með óbærilegan hausverk. Ætla að kíkja á myndina um hnatthlýnunina á rúv á eftir, hún lofar góðu.

18. júní 2007

update á bílahelgi og þjóðhátíðardagurinn sjálfur

jahá,
ég hélt að ég væri búin að sjá allt,verandi gamalreyndur versló-djammari (svona back in the day alla vega ;) en ég fékk eitthvað nýtt að sjá í gær. Bíll á miðju torgi að keyra í hringi, með allar rúður niðri og töffara dauðans innanbúðar (n.b. það er ekki gert ráð fyrir bílum þarna) og ungmenni að sparka á milli sín 30kg steypukúlu sem vanalegast gegnir því hlutverki að varna mönnum því að leggja ólöglega. Beinbrot lágu í loftinu. Þetta var á miðnætti í gær.
Þegar ég hætti mér heim um tæpum 2 tímum síðar var búið að setja froðu í einn gosbrunninn og tveir ungir menn stóðu við þann næsta og pissuðu í kross. Ég elti lögreglubíl, sjúkrabíl og securitas bíl á leið minni heim og fannst ég nokkuð örugg. komst heil á húfi heim að minnsta kosti ;)

Í dag var svo yndislegt veður, flestir óspektar gemlingar enn í fangelsi eða farnir heim þegar skrúðgangan byrjaði og bærinn búinn að sópa flest allar götur hreinar aftur. Í kvöld sat ég svo í höllinni og fagnaði með nýstúdentum og át á mig gat. Til hamingju krakkar, sérstaklega Tryggvi Páll - moðsteikt all the way :D

16. júní 2007

Kann fólk ekki að skammast sín?

Ég var að vakna af værum blundi og telst ég víst heppin að hafa náð að sofa í alla nótt. Fréttirnar á mbl.is benda til þess að hasarinn hafi verið þvílíkur í bænum að jaðri við verslunarhelgarstemmara. Hvað fær fólk til þess að slást þegar það er drukkið, veitast svo að lögreglumönnum sem komnir eru til að skikka leikinn og hvað þá að lemja tjaldvörð 2svar í andlitið? Þetta gerðist all á tjaldsvæðinu á Hömrum í nótt!!

Burt með þennan lýð sem vill yfirtaka bæinn! Djöfulsins dónaskapur og læti!

update

smá update á bílasýningarfólkinu:

það eru 3 tjöld í garðinum hér á móti og 1 neðar í götunni... ég segi bara 'party on wayne'...

15. júní 2007

dimmalimm

fíla mig sem dimmalimm þessa dagana.
Man einhver eftir fyrsta þættinum í þriðju syrpu af Grey's þegar allir töluðu um "dark and twisted Meredith"? hehe, alltaf gott að geta vitnað í sjónvarpsefni ;)

Nei annars, ég hef það ágætt núna. Ég fékk ofsalega leiðinlegar fréttir og þær gengu miklu nærri mér en ég bjóst við. Sem er fáránlegt því ég er ekki að ganga í gegnum erfiðleikana heldur vinur minn og hann tók þessu býsna vel. Þannig að það er ekkert annað í stöðunni en onwards and upwards, my friends, such is life and we must live it.

Bloggið mitt hefur verið frekar niðurdrepandi síðustu vikur og spilar þar margt inn í sem ég nenni ekki að fara út í nánar - sópum því bara inn í reynslubankann og reynum að hressa okkur aðeins við. Ég sá t.d. að Sprengjuhöllin spilaði í lok Kastljóssins áðan og það gladdi mig. Núna er Gríman í gangi og ég er með aulahroll.. það er eitthvað við íslenskar verðlaunaafhendingar sem fer í mínar fínustu háræðar og vandræða-roðnið mætir á svæðið.

Ég er um það bil að kveðja minn ástkæra skóla og ætla að gera það með pompi og prakt á sjálfan þjóðhátíðardaginn með kvöldverði og dansleik við útskrift nemenda. Ég vona að þið hafið það gott núna um helgina og passið ykkur á bílafólkinu sem allt morar í hér á Akureyri!

13. júní 2007

the running-away game

again I run into the open arms of the language that is not mine. the last few weeks have been filled with so many emotions it's become hard to process them all. superficial things have made me happy and sad; very important things have made me so sad I haven't dealt with them properly. I'm trying to turn the negative energy that seems to be accumulating around me into something positive but some days you just don't feel like playing Pollyanna.

today I drove. there's something that calms me down about sitting in the car, driving on and on with the music on and bugs squashing on the windscreen. today was good. I don't know what tomorrow will be. here's hoping...

11. júní 2007

Baðað sig í birtu

Ég er komin út úr hinum miklu prófatíðar göngum og baða mig núna í ljósinu. Reyndar var veðrið ekki sammála mér um ágæti dagsins í dag en ég skundaði samt um bæinn með Ingu og Jóhönnu áðan og er veðurbarin eftir það ;)

Ég náði að klára allt sem ég þarf að gera í vinnunni í dag og sit núna og bíð eftir tómleikatilfinningunni sem ég veit að á eftir að skella á mér einhvern tímann. Eflaust er ég aðeins of þreytt og hreinlega bara fegin að vera komin í frí til að finna til söknuðar strax.

Framundan næstu daga er örlítil afslöppun, vonandi eins og eitt gott tjútt, saumaskapur, ritgerðasmíð og LOST-gláp... þarf að herða mig í þessu!

8. júní 2007

The light at the end of the tunnel

ég sé ljósið.. það stækkar með hverri mínútunni!

Á bara eftir að klára yfirferð á einu prófi og klára eitt sjúkrapróf og þá er ég laus.. sem sagt, málleysi mitt hér undanfarna daga er sökum anna við yfirferð.

best að halda áfram svo ég geti skroppið í dinner með góðri samvisku á eftir ;)

túdúls

3. júní 2007

'mig langar' græðgin

mig langar í svo margt.

Mig langar t.d. í útilegu. Eftir góðviðri síðustu daga hefur mig dreymt um að setjast upp í fákinn minn og flýja Akureyrina og komast aftur á suðaustuhorn landsins. Síðan ég keyrði hringinn í ágúst í fyrra hefur þetta svæðið kallað á mig að snúa aftur. Eða svoleiðis.

líka kyrrð og ró. Einn heilan dag þar sem ekki heyrðist tónlist, fréttir, börn að leik eða bílaumferð - nema þá í fjarska svo hún virðist vera árniður. Það er búið að vera ansi mikið áreiti undanfarið og hugurinn þráir hvíld.

Mig langar til Nýfundnalands, til Írlands, til Hjaltlandseyja og Orkneyja. Finn fyrir eyjafiðringnum og langar að finna til samkenndar með öðrum eyjaþjóðum. Mig vantar fleiri rætur...

Ég hef allt sem ég þarf í heiminum en langar samt í meira..

einu sinni þýddi enska sögnin 'to want' að vanta eitthvað - skort á einhverju... í dag er hún notuð yfir löngun...

tungumál eru skrýtin

2. júní 2007

Losing my mind

Ég er sem sagt að tapa mér..
ég er að týna huganum því ég er að fara yfir próf og maður verður ansi steiktur í hausnum þegar maður þarf að lesa sömu setningarnar, sömu eyðufyllingarnar, sömu krossana áttatíu og tvisvar sinnum í röð!
Ég veit alla vega að ég ætla að hætta klukkan fjögur og taka mér verðskuldað frí fram á morgundaginn - og hana nú!

Fór út að hlaupa í gærkvöldi því veðrið var svo sjúklega gott. Skokkaði 5km alveg ágætlega en þarf samt aðeins að bæta mig í bakaleiðinni - tók of margar pásur.

Það er nokkuð fyndið að hugsa til þess að fyrir ári síðan fór ég að skokka í kringum tjörnina í Reykjavík og gat þá aðeins hlaupið í eina mínútu í senn og þurfti 3 mínútna hlé á milli. Nú skokka ég 2.5 án þess að taka mér hlé og þarf svo 2-3 labb pásur til að klára 5 km.
Frábært að skoða árangur í þessu ljósi :D