31. maí 2007

Melinda eða Heiða?

Í vetur sá ég glitta í skemmtilega hljómsveit hjá Jóni Ólafs, sem ég fékk mig þó yfirleitt aldrei til að horfa á - fékk einhvern aulahroll við að sjá hann spila á hljómborð eða hvað sem þetta var meðan gestir gengu í sal.
En hljómsveitin heillaði mig. Þetta var Sprengjuhöllin og þeir fluttu lagið Worry til Spring og fjallaði m.a. um hana Melindu. Krúttleg melódían náði mér algjörlega og ég var ekki lengi að grufla upp MySpace síðuna þeirra. Um daginn var ég svo stödd í búð og heyri allt í einu Melindu-lagið mitt en það var á íslensku og hét stúlkukindin nú Heiða.

Hvort sem það er á íslensku eða ensku finnst mér þetta lag eitt það skemmtilegasta í spilun þessa dagana og ágætis tilbreyting frá yfir-unnum popp ballöðum sem tröllríða...

Þú veist hvað ég vil - ef þú vilt finna yl
Vertu þá ekki að hringja
Því ég á ekkert til, og ég ekkert nú skil
Og við ei skulum sporin mín þyngja.


Þarf að segja meira?

29. maí 2007

exitlude

Aggressively we all defend the role we play
Regrettably time’s come to send you on your way
We’ve seen it all bonfires of trust flash floods of pain
It doesn’t really matter don’t you worry it’ll all work out
No it doesn’t even matter don’t you worry what it’s all about

We hope you enjoyed your stay
It’s good to have you with us, even if it’s just for the day
We hope you enjoyed your stay
Outside the sun is shining, seems like heaven ain’t far away

Dance like no one's watching

Ég er þekkt fyrir að syngja með útvarpinu þegar ég er úti að keyra. Stundum á ég það meira að segja til að blasta tónlistina full hátt - sérstaklega þegar ég er ofurglöð eða ofurpirruð. Í spilaranum í dag voru Lost Prophets og Interpol og féll skapið í síðari flokkinn. Það er fátt betra en að fá útrás með tónlist og því að keyra aðeins hraðar en maður er vanur...

Prófatíðin stendur sem hæst og stressið farið að segja til sín með örari hjartslátti og minni matarlyst.. Kaffið góða frá Te & Kaffi er ekkert að hjálpa maganum, en það er bara svo fjandi gott!

Helgin var ekkert spes en ég eyddi hellingstíma með Ingu og fjölskyldu og það bætti hana verulega upp. Takk elskurnar fyrir allt - líka kúkinn ;)

Best að halda áfram svo ég geti farið að hlaupa á eftir...

25. maí 2007

með fiðring í tánum

Ég er búin að vera eitthvað æst í dag - svona 'get ekki setið kyrr' æsingur. Í gamla daga var sagt við mann að maður væri með njálg í rassinum. Þegar ég var yngri hélt ég að þetta væri bara orðatiltæki og fattaði ekki fyrr en mörgum árum seinna (þegar ég vann einmitt í apóteki) að það væri í raun til eitthvað sem heitir njálgur! En nóg um það...

Föstudagsfiðringurinn náði sem sagt í skottið á mér. Það versta er að ég hef ekki minn uppáhalds 'partner in crime' fyrir útrás á þessum fiðringi. Danstaktarnir fá því að bíða þar til Guðjón, mon frére, kemur frá París í næsta mánuði. Can't hardly wait!

Skokkið í fyrrmálið - mæting kl. 10:15!!!

24. maí 2007

Eymd og volæði

Bretar eru þekktir fyrir grínþætti sína. Miðvikudagar á rúv hafa verið valin til að sýna landanum helstu molana, t.d. Little Britain, The Catherine Tate Show, Smack the Pony (voru reyndar á mánudögum) og fleiri gimsteina sem ég er að gleyma. Bretarnir hafa líka verið þekktir fyrir ágætis spennuþætti á borð við Spooks, Ultimate Force og nú síðast þættina Ghost Squad.

Hvernig stendur þá á öllum þessum þáttum sem velta sér upp úr eymd og volæði í verkamannastétt Bretlands? Hver hefur ekki rekist á þætti sem fjalla um verksmiðju sem á að loka þannig að allir missa atvinnuna? Ég hef séð textílverksmiðju fara á hausinn, sömuleiðis postulínsverksmiðju og eitthvað rámar mig í 2-3 syrpur af námum sem átti að loka og drepa niður andann í norðri. Allt þetta fólk lifir á lágum launum, yfirleitt drekkur fjölskyldufaðirinn illa og vill helst horfa á leiki á kránni og börnin eru útúrdópuð eða drukkin með sígarettu í annarri og föst í feitum sleik við misgáfuleg ungmenni. Ok, skemmtun fyrir suma.

Í sjónvarpinu í kvöld rakst ég á syrpu sem mér finnst falla í eymdarflokkinn. Viðfangsefnið er skóli sem inniheldur ráðalausa kennara, uppgefin ungmenni og enskukennarinn var gamall kall sem vildi troða Shakespeare í hausinn á börnunum og sá engan skilning í augum þeirra.

Burt með Waterloo Road og eymdina - komið með grínið í staðinn!

Ný klipping


Skellti mér í klippingu í gær þrátt fyrir slappleika. Sat í stólnum og lokaði ansi oft augunum. Þetta var mjög fínt og eins og sjá má á myndinni hérna fyrir ofan :)

Hlaupin hafa gengið upp og ofan undanfarið. Ég er búin að missa af síðustu 3 skiptum en fór ein á þriðjudaginn og hljóp 2.5 með einu 30 sek stoppi og var nokkuð sátt. Ætla að reyna að fara aftur á morgun og svo auðvitað á laugardaginn. Ég er sem sagt búin að ná því markmiði að hlaupa að skautasvellinu án þess að taka mér pásu, eða sömu vegalengd því fyrir rúmri viku hljóp ég 2.5km án nokkurs stopps - vei! Nú er bara að þjarma að svo ég nái 5km fljótt og örugglega!

Hvítasunnuhelgin er framundan og fyrir flesta er það 3ja daga helgi.. held nú að ég verði í því að semja próf eða skrifa ritgerðina svo það verður ekki mikið frí hjá mér en til lukku fyrir hina ;)

22. maí 2007

Blómafans

Ég er eiginlega orðlaus eftir daginn í dag.
Ég á greinileg yndislega nemendur sem sjá á eftir mér - tja, nema þau séu að reyna ða hífa upp einkunirnar? ;) nei nei, hehe.

Fyrst komu elskurnar í 2F með RISA-stóran blómvönd, köku, stórt kort og myndir og segul sem á stóð "þú ert besti kennari í heimi". Við gæddum okkur á kökunni (sem á stóð með hvítum glassúr "elskum þig Lára" :)og spjölluðum áður en ég fékk knús á línuna.
Takk fyrir mig elskurnar mínar - ég á eftir að sakna ykkar!

Núna áðan hitti ég svo 3H sem mætti líka með blóm, kort og mynd af bekknum í sínu fínasta pússi. Kærar þakkir til ykkar líka, my dears - leiðinlegt að fá ekki að fylgjast með ykkur áfram og pína ykkur til að tala um líknardráp, siðleysi og slúður!

Ég kenndi sem sagt síðasta tímann minn rétt áðan og hver veit hvort ég eigi eftir að kenna eitthvað aftur. Í ágúst fer ég í nýja vinnu hjá þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins svo það eru spennandi tímar framundan!

21. maí 2007

Happy pappy

Man einhver eftir Seinfeld þættinum þar sem George var með frasann "happy pappy"?
Góður þáttur alla vega..

Dett inn og út úr tónlist... var að detta aftur inn í Muse...

Far away
This ship has taken me far away
Far away from the memories
Of the people who care if I live or die

gott lag og hvað er flottara en að vera á risastóru skipi með gítar? fátt alla vega...

20. maí 2007

I'm happy, I'm sad

I suddenly had the urge to write in English.. maybe because my mind has been a bit warped this weekend. I keep switching between languages in my mind, for work, for home, for friends.. not just from Icelandic to English but from local-speak to common-speak, from very politically IN-correct sayings to watching my every word, because you never know who's listening...

Tomorrow I have to say goodbye to a lot of people and that makes me a little sad...
But tomorrow is also good - because it's one more day, right?

this entry probably doesn't make sense to anyone but me... but that's fine.. I'm allowed to be weird every once in a while....

18. maí 2007

Að leggja tvo og tvo saman

Fann þessa frétt hjá CBC í Kanada

WHITEHAVEN, England (AP) -
Plans for the wedding have been sunk - along with the prospective groom's clothes, CDs, DVDs and his van. Police in northwestern England have arrested Emma Thomason, 24, after she allegedly packed her partner's possessions into his van, drove to the harbour and left off the hand brake on Sunday. She was charged with aggravated vehicle-taking without consent and released on bail.
The incident reportedly followed an argument between Thomason and Jason Wilson, 24, her partner for seven years and father of her two children.
"She put every single last item of clothing I had in the back of the van. All I was left with were the clothes I was wearing," Wilson told reporters.
"I haven't told her yet that the wedding is off, but I think she can put two and two together."
The van was pulled out of the water on Monday.
"The recovery operation was quite difficult, they had to partly drain the harbour to get the vehicle out," said Inspector David Gartland of Cumbria Police.

andleg eyðimörk

Ég er andlaus andi og hef ekkert að segja. Jú, horfði á Reservoir dogs með öðru auganu í gær - hélt ekki einbeitingu alla myndina en hún er samt góð. Klassamynd.

14. maí 2007

Götulist


Vinur minn benti mér á þessa snilld...
hinum megin götunnar, á sams konar skilti stendur máðum stöfum 'in the name of love'.
Hvað myndir þú skrifa á Stopp skiltið þitt?

Svona næstum því

Ég er hjartanlega sammála Önnu pönnu þar sem hún talar um "næstum því" helgina miklu;
Við komumst næstum því áfram í Eurovision (14 stig) og ríkisstjórnin féll næstum því (1 þingmaður). Ég fékk Fréttablaðið með gömlu fyrirsögninni - fannst það frekar fyndið.

Helgin var frekar litlaus hjá mér. Hálsbólgan sem byrjaði að plaga mig á miðvikudaginn kom mér loks í rúmið á föstudaginn þar sem ég lá rænulaus fram eftir öllu og náði mér ekki að fullu fyrr en á sunnudag, þó ég þættist vera alhress á laugardaginn. Ég fór og kaus, reyndi að kíkja í kosningakaffi en endaði heima í sófa með prjónana. Það styttist óðum í barn hjá Ágústu og Ægi svo ég varð að haska mér áfram og það hafðist!

Gærdagurinn fór svo í afslöppun, yfirferð stíla og almennt sjónvarpsgláp. Ég þreytist ekki við að horfa á Top Gear og sérstaklega í gær þar sem þeir lögðu í mikið ferðalag með hjólhýsi í eftirdragi - tær snilld.

Nú dugar ekkert nema útihlaup kl. 17:15 og svo rólegheit eftir það... muna að teygja!

11. maí 2007

Handa 2H

Þetta er bara fyrir ykkur:

Kæri annar bekkur Há!
Án ykkar væri lífið leiðinlegt ;)

verið nú dugleg að læra :Þ

9. maí 2007

Hlaup, Eurovision og kosningar

Jæja,
þá er þriðja hlaupadegi lokið og ég verð að segja að þetta var aðeins erfiðara en á mánudaginn. Gekk samt sæmilega og ég kláraði mína 5km (síðust reyndar) og geri bara betur á laugardaginn!

Talandi um laugardaginn - Júró og kosingar! Var að sjá úrslitin úr stóru könnuninni frá Félagsvísindastofnun HÍ og þetta stefnir bara í hasar og spennu. Sjaldan er jafn skemmtilegt að horfa á kosningasjónvarp eins og þegar tæpt stendur. Sé fram á hörku keppni alveg frá 19:00 og langt fram á nótt :D

Annars gleymi ég alltaf að forkeppnin er barasta á morgun. Ég tek lítið undir með þeim sem segja að Eiki komist áfram - ég held með Kýpur og segi bara: "Cyprus, twelve points!"

Já og munið að fara og kjósa - þó þið skilið auðu ;)

7. maí 2007

Eyrarskokk - dagur 2

Fór í gær og skokkaði og labbaði 3,5km (inni á bretti) með Hörpu vinnupartner og fílaði mig bara vel. Engir strengir en einhver smá pirringur í hægri fætinum sem ég hlustaði bara ekkert á!
Í dag dró svo stór ský fyrir sólu og það komu meira að segja slyddudropar svo mér leist nú ekkert á að mæta í skokkhópinn, auk þess sem Nike-hlaupaskórnir mínir eru farnir að særa mig fullmikið og ég var ekki viss hvort ég ætti fyrir nýjum ;)
Ég fór samt í Apótekarann og splæsti í 16. þús króna Asics hlaupaskó sem eru massakúl og virka svona helvíti vel. Splæsti líka í hnésokka því ekki vil ég fá beinhimnubólgu, ó nei!

Ég mætti síðan galvösk kl. 17:15 og skokkaði og labbaði 5km á 40 mínútum og heyrði útundan mér að þetta væri bæting upp á 2 mín síðan á laugardaginn... spurning hvort fólki hafi legið meira á að komast úr slaka veðrinu :D
Hægri fóturinn á mér stífnaði reyndar ansi mikið eftir svona 3 km en ég held ég geti nuddað hann eitthvað til í kvöld.

Sem sagt, nú er markið sett á að geta hlaupið pásulaust að skautasvellinu (tók tvær mínútu labbpásur þangað) í lok næstu viku!

túdúls

6. maí 2007

Aygo vs. Fox

var að horfa á Top Gear og þeir ákváðu að prófa hvort Aygo væri betri í bílafótbolta en VW Fox... *sigh*
Því miður tapaði Aygo 4-3.. but I still love it :D

5. maí 2007

5 km

Var að koma heim úr fyrsta Eyrarskokkinu (sjá heimasíðu Átaks) þar sem ég skokkaði og labbaði til skiptis 5km og það var GEÐVEIKT! fyrir ykkur sem eruð vön að hlaupa þá virðist þetta smotterí og þið megið alveg hlæja en ég var næstum dauð á tímabili svo þetta er afrek hjá mér. Jei!!

Ætla núna í sturtu því ég svitnaði í gegnum alla bolina mína... namm :)

4. maí 2007

Friday, Friday..

hvað á maður að gera af sér á föstudagskvöldi? Jú, ég ætla að skella mér í "dinner and a movie" með Önnu pönnu frönskuséní. Það vill nefnilega svo skemmtilega til að við fílum sömu frönsku myndina í tætlur og ætlum því að kíkja á 'Le Placard'eða Skápinn. Hún fjallar á skemmtilegan hátt um mann sem fréttir að það eigi að reka hann úr starfi svo hann þykist vera hommi svo ekki sé hægt að reka hann vegna mismununar ;) Geðveikt plott!
Á sunnudaginn er svo önnur af uppáhalds frönskumyndunum mínum á rúv - La haine, eða Hatur. Ég mæli líka með henni, sérstaklega í ljósi óeirðanna sem urðu í Frakklandi í fyrra.

Vikan er búin að vera fáránlega fljót að líða - gott að fá aukafrídag á þriðjudaginn - og er ég ennþá að velta því fyrir mér hvert apríl fór...

Hafið það yndislegt um helgina

1. maí 2007

Le weekend and such trivial matters...

Ég hef hrist af mér allar dauðlegar hugsanir, þ.e. hugsanir um dauðann :)
Helgin var alveg einstaklega skemmtileg þó ég hafi varla gert neitt sem telja tekur; aðallega sjónvarpsgláp og spjall og svona.
Það spillti ekki fyrir að hafa svona gott veður og var maður meira úti við en vanalega. Í gær var svo frábært, frábært veður og náðu nemendur að narra mig út í útikennslu og svo fór ég með umsjónarbekkinn minn í Brynjuferð.

Ég sit núna og var að hlusta á You'll Never Walk Alone sungið af nánast öllum á Anfield.. fílaða í tætlur. Stutt vinnuvika framundan en samt nóg að gera!

Lag dagsins: "Hvað dreymir þig í dag, Hlöðver grís? oink, oink" (bwahahahahah :)