25. september 2006

10 km ganga, Karíus og Baktus og hlaup

Jæja,
ég veit að ég er ekki besti bloggarinn þessa dagana, en ég hef afsökun - það er bara allt of mikið að gera hjá mér!!
Síðasta vika var sjúklega strembin og var ég ákveðin í að slappa vel af um helgina en var búin að gleyma því að ég var að fara í haustferð kennara á laugardeginum!
Við fórum í rútu að Dettifossi (vestri hlið) og gengum svo síðar um Hólmatungur og enduðum við Hljóðakletta. Samkvæmt nákvæmum GPS mælingum Jens gengum við hátt í 10 kílómetra þennan dag, enda voru menn hljóðir yfir matnum seinna um kvöldið ;)Maturinn sem beið okkar í Skúlagarði var feiknagóður og harmonikkuball Sverris Páls vakti lukku meðal kennara. Við fengum eins gott veður og mögulegt var og náðum við meira að segja að næla okkur í helling af berjum á leiðinni (þau fóru reyndar öll beint í munninn :).

Í gær fór ég svo á Karíus og Baktus hjá Leikfélaginu og skemmti mér konunglega yfir þessu 30 mín. leikriti þar sem þeir bræður skemmtu og hræddu öll börnin í salnum. Ágúst Óli sat stjarfur en var samt ekki hræddur, sem betur fer.

Mánudagar eru samt strembnir en ég náði loksins að hlaupa 2mín, labba 2mín 7sinnum úti áðan og það í mótvindi! Er reyndar að leka niður svo ég held ég láti þetta duga í bili.

19. september 2006

Busar, tennur og kíló

Eftir 3 vikur í ræktinni hef ég nú lést um 2.2 kg! I'm super happy ;)
Fór í dag og hljóp/labbaði 28 mínútur... held ég hafi sjaldan svitnað jafnmikið og er farin að finna fyrir smá strengjum í kálfunum. Er það ekki svo:
No pain, no gain, eh?

Í dag var busavígsla í skólanum og mátti sjá sveitta litla busa hlaupa um gangana svo lyktin lá lengi vel í loftinu. Þau virtust skemmta sér ansi vel og voru dugleg að syngja Hesta-Jóa svo þetta hlýtur að teljast vel heppnað hjá þeim í 4. bekk.

Lenti annars í skondu atviki í gær. Ég held að tannlæknirinn minn sé skyggn. Eða þá að hann hafi sett litla örflögu í munninn á mér og fylgist með ástandi tannanna! Þannig er að önnur augntönnin mín hefur verið að stríða mér annað slagið í svolítinn tíma en aldrei eins mikið og síðustu vikuna. Í gær finn ég svo 'missed call' á símanum mínum - frá tannlækninum mínum! Ég var ekki lengi að hringja tilbaka og smella mér í skoðun eftir viku. Hver veit nema ég sé með loft undir fyllingunni? Já eða hreinlega bólgu í tauginni? Veit bara að þetta á eftir að kosta skínandi túskilding ef ég þekki tannsann minn rétt!

17. september 2006

Þvílík vika...

Samkvæmt flestum dagatölum hefst ný vika á sunnudegi. Í dag er því vika 2 í skólanum hafin. Síðasta vika var ansi strembin og hef ég sjaldan verið jafnþreytt og á föstudagskvöldið, enda var ég sofnuð vel fyrir miðnætti. Það gengur samt allt vel - gleymdi bara einni bók og þurfti að hlaupa aðeins um skólann en það reddaðist. Dagurinn í dag fer að mestu leyti í undirbúning á vikunni þannig að ég verði ekki eins þreytt og utan við mig eins og í síðustu viku ;)

Takk fyrir allar kveðjurnar, pep talks, knús, sms og símtöl - ég held ég eigi bestu vini í heimi :)

Oh, and happy birthday, Lisa! We are now officially in our late twenties ;)

14. september 2006

Bjallan hringir, inn við höldum...

Jæja,
nú er skólinn setttur. Skólasetning fór fram í gær í Kvosinni og mættu yfir 600 manns. Það var frekar fyndið/skemmtilegt/súrrealískt þegar Jón Már las upp nafnið mitt á meðal annarra nýrra starfsmanna.
Í dag sóttu nemendur svo stundaskrárnar sínar og á morgun mæta þau kl. 8:15 í fyrstu tímana sína. Þetta leggst alltaf betur og betur í mig og ég hlakka frekar mikið til eiginlega.
Er á leiðinni heim - langar allt í einu í bíó... best að tékka á dagskránni ;)

12. september 2006

Buzy bee

Er svo þreytt, allt of mikið að gera þessa dagana...
þarf meiri orku...

6. september 2006

Blitz-blogg

Það virðist enginn vera að lesa bloggið mitt þessa dagana þannig að ég held ég hafi bara lítið sem ekkert að segja

-Léttist um 1 kíló í síðustu viku
-Las Animal Farm aftur eftir 6 ár. Frekar fyndið
-Horfði ekki á Rockstar Supernova í gær
-Er að fara í berjamó um helgina

4. september 2006

New beginnings

Búin að breyta um nafn á blogginu.
Þetta gat náttúrulega ekki heitið "fréttir úr 101" lengur þar sem núverandi póstnúmer mitt er 600! Mér datt ekkert betra í hug í augnablikinu - finn eitthvað skemmtilegra síðar.
Helgin var stóráfallalaus - hjálpaði Ingu aðeins að flytja, fór í ræktina, prjónaði, las smásögur og reyndi að hvíla mig aðeins inn á milli. Já og ég fékk mér loksins Brynjuís... djöfull var hann góður ;)

María Erla mín er flutt til Edinborgar. Því miður náði ég ekki af henni fyrr en hún var komin á flugvöllinn í Glasgow og gat því ekki sagt almennilega bless við hana. Svona er lífið stundum. Vona að allt gangi vel- love ya babe ;)

Í síðustu viku náði ég að fara 6 sinnum í ræktina á 7 dögum (tók mér frí á sunnudaginn) svo ég verð að vera jafndugleg í þessari viku. Gymmið á mán., mið. og fös. og út að skokka á þri. og fim. og taka svo aukatíma í gymminu á laugardaginn. Hell yes!

Verð að halda áfram í vinnunni, búin að stoppa allt of lengi...

1. september 2006

I wanna get physical, physical

Líkaminn er að brillera þessa vikuna.
Er búin að fara 2svar í ræktina og 2svar út að hlaupa síðan á mánudaginn. Í dag fer ég í síðasta tíma vikunnar á námskeiðinu en á morgun ætla ég að kíkja í Body Balance til að fá smá teygju og liðleika aftur í líkamann... Svo 6 workout sessions á 6 dögum ;) býsna gott...
Ég gleymdi að óska henni Önnu Möggu minni til hamingju með afmælið í síðustu viku - til lukku ezzzkan - vona að spánn hafi alveg verið að gera sig.

Helgin er sem sagt framundan, ætla að hjálpa henni Ingu minni að flytja á eftir - það er ekki hægt að bera dót þegar maður er með 6mánaða kríli inní sér!

Kominn nýr mánuður, skólasetning eftir 12 daga, gengur vel.