10. ágúst 2006

Thelma and Louise do Iceland: the highlights tour

Hvað gerir maður ekki til að sjá óteljandi kindur, þoku á einbreiðum malarvegi með þverhnýpi á hægri hönd og einbreið, brakandi gestarúm á afskektum stöðum?

Á föstudaginn lögðu sem sagt Thelma og Louise, aka Lára og Lisa, af stað frá Reykjavík í hina miklu 3ja daga reisu um hringveginn. Við fórum nú ekki lengra en til Akureyrar þar sem við gistum í góðu yfirlæti í hús foreldra minna. Við löbbuðum aðeins upp í bæ og sáum unglingana rúlla um í drykkjuvímu og lögreglan gerði lítið í að taka áfengi af þeim. Ekki beint skemmtileg sjón.
Fórum snemma að sofa til að safna kröftum fyrir áframhaldið.

Sheep Valley, a place where happy thoughts die and blonde moment nr.1
Á laugardaginn hófst ferðin fyrir alvöru þegar við brunuðum í Mývatn. Við sáum Vindbelg, borðuðum samlokur á stéttinni hjá Hótel Reynihlíð og keyrðum svo í Bláa lón norðursins -Jarðböðin. Innan um franska, svissneska og þýska ferðamenn flatmöguðum við í klukkutíma og Lisa náði að setja nægan kísil í hárið til að endast alla helgina :) Egilsstaðir voru næst á dagskrá svo við brunuðum þangað í brjálaðri sól og æðislegu veðri. Stutt heimsókn hjá afa mínum gaf af sér hreindýrahorn handa Lisu og smá hvíld frá akstrinum. Þar sem enn var hábjartur dagur ákváðum við að keyra niður á Djúpavog og tjalda þar. Þessi ákvörðun átti eftir að leiða okkur í gengum Skriðudal sem við endurskírðum Sheep Valley því það voru bara kindur þarna - og hellingur af þeim! Uppi á Öxi lentum við í svo þykkri þoku að við sáum nánast ekki á milli stika (Öxi er einbreiður vegslóði sem vill kalla sig malarveg en nær því ekki alveg. Á þessum 19 km kafla er talsvert um blindhæðir, krappar beygjur, kindur og þverhnýpi allt um kring.) Eftir þessa hrikalegu lífsreynslu náðum við þó að keyra inn á Djúpavog en nutum Berufjarðarins ekki mikið því það var skýjað, grátt og kalt þarna. Við ákváðum því að gista ekki í tjaldinu heldur fengum svefnpokapláss hjá Hótel Framtíð - sjónvarp og allt í herberginu.Lisa átti fyrra blonde moment sitt (sjá á blogginu hennar) og við sofnuðum snemma út frá Legally Blonde.

Asking for chinese food in Höfn, gas station coffee and the freezing cold at Jökulsárlón
Þegar hér er komið í sögunni höfðum við ákveðið að allar hvítar kindur hétu Hans og væru frá Þýskalandi og þær lituðu voru spænskættaðar og hétu Pedro. Þetta gladdi okkur endalaust. You had to be there :) Við höfðum ákveðið að kíkja á Höfn, Jökulsárlón og Kirkjubæjarklaustur á sunnudeginum svo við byrjuðum á sundferð á Höfn þar sem afgreiðslumaðurinn hnussu-frussaði á okkur þegar við spurðum hvort einhver seldi kínverskan mat á Höfn. Pylsa og kók ásamt kaffi varð hádegismaturinn okkar. Besta veður helgarinnar var á Höfn á sunnudeginum svo við láum ansi legni í heita pottinum áður en við keyrðum um fallegasta svæði Íslands að mínu mati. Við skiptumst á að öskra upp úr þurru: “Ísland er svo fallegt!” og “Ég trúi ekki að ég hafi aldrei keyrt hérna áður!”. Jökulsárlón var fallegra en ég hefði getað ímyndað mér. Ótrúlegt hvað myndir ná stundum ekki að sýna manni alla fegurðina. Það var svo kalt að við stoppuðum stutt við en nógu lengi til að taka nokkrar myndir, fá sand í skóna og heyra ótalmörg tungumál í kringum okkur. Á Kirkjubæjarklaustri fengum við okkur köku á Systrakaffi og ákváðum að keyra alla leið í Vík og gista þar um nóttina. Þegar maður sér Ingólfshöfða og Hjörleifshöfða í fyrsta sinn trúir maður því varla að þetta sé hægt. Reynisdrangar eru líka frekar kúl, sérstaklega ef hafið er frekar úfið.
Við gistum á Hótel Lunda, en ekki vissi ég að lundar væru mikið þarna í kring. Lisa hafði hins vegar heyrt um það var að skoða matseðil staðsins þegar hún spottar máltíð sem innihélt “Kjúklingalundir”. Hún snýr sér að mér og segir: “What the hell is a chickenpuffin?!?”
Blonde moment nr. 2!!! Við sofnuðum í kringum 21 um kvöldið og skömmuðumst okkar ekki neitt.

Groundhog day in Vík, a sweet man named Ársæll and the long road home
Ræs kl. 8:00 á mánudagsmorgni, búnar að borga herbergið og lagðar af stað frá Vík kl. 8:20. Stefnan tekin á Dyrhólaey, þá Skógarfoss, Seljalandsfoss og loks ætluðum við í sund í Hveragerði. Eftir háskaför upp á Dyrhólaey þar sem við náðum að vakna all hressilega í vindinum vorum við að keyra á malarveginum þegar olíuljósið kviknaði allt í einu og bílinn “sagði okkur” að stoppa - sem við gerðum. Röndin aftan við bílinn og pollurinn sem myndaðist ansi hratt undir bílnum sögðu okkur að líklega væri þetta eitthvað alvarlegt (hehe) og sem betur fer stoppuðu þýsk hjón á húsbíl og buðust til að keyra okkur til Víkur. Bifvélavirkinn Ársæll keyrði svo með okkur tilbaka og aftur inn á Vík þar sem í ljós kom að gatið á olíutanknum var 3cm * 5cm og þurfti að sjóða. Nú maðurinn sem gat gert það var í útilegu og utan þjónustusvæðis til kl. 14 svo nú töku við 3 klst. af aðgerðarleysi. Fórum í sund, borðuðum í Esso skálanum og keyptum dót í Víkurprjóni áður en við fengum þær fregnir að viðgerðin tæki klukkutíma í viðbót. Loksins klukkan 15 fengum við að vita að bílinn væri að verða tilbúinn svo við hentumst á verkstæðið, punguðum út 28 þús. fyrir viðgerðina (sem okkur fannst nú vel sloppið, miðað við frídag og annað) og ákváðum að keyra beint heim, stoppa hvergi.
2 og hálfum tíma síðar snæddum við loksins kínverskan mat á Nings og rúlluðum svo heim á leið…

Verð að segja að þessi ferð endurnærði mig algjörlega og ég hefði aldrei trúað því hvað landslagið er fallegt á suðurhorninu…. lovely and amazing…

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Well said! Það var miklu betra útskýrt en hjá mér... en þú veist... ég er blonde! Chicken puffin?!?!?!?!?! Anyhoooooo! Það var svo gaman að eiga stelpuferð með þig og smá bonding áður en þú flytur norður þar sem unglingar eiga eftir að pirra þig áfram!! ;-) Don't say I didn't warn you! Ég kem pottþétt í heimsókn - ég meina ekkert mál að keyra norður... we did ICELAND in 3 days baby! kiss kiss, love you Pedro!

Lára sagði...

kiss kiss back Hanz ;)

elisabet sagði...

ég hef keyrt yfir Öxi við nákvæmlega sömu aðstæður. Ekki gaman.
En ég hef hvorki rekist á Hanz eða Pedro á ferðum mínum... ?
;)

Nafnlaus sagði...

algjör snilld og gaman að lesa. ótrúlega langt síðan ég hef farið, nú sakna ég þess að hafa ekki farið í sumar - þegar maður er að rjúka af landinu :(

lára hvað með hitting before you leave? fríða er laus um helgina .. kannski of stuttur fyrirvari? (og ég fer í matarboð í kvöld - laugard)

Lára sagði...

hmm, ég gæti kannski hist annað kvöld, spurning með Tótu? Annars er ég laus á mánudagskvöldið :)