Var að koma heim eftir þriðja hlaupatúr vikunnar. Ég átti í raun að hlaupa í gær en letipúkinn náði mér... reyndar náði HM í fótbolta mér, svo ég skammaðist til að hlaupa núna í morgun í staðinn.
Ég held svei mér þá að þetta hafi verið auðveldara í dag en á mánudaginn. Næsta mánudag breytist planið hins vegar og ég þarf að hlaupa oftar og styttri gönguhlé á milli... sjáum hvað gerist...
Horfði sem sagt á báða leikina á HM í gær, svakalega voru Argentínumenn svekktir eftir tapið. Allt í lagi að fara að gráta, það er normalt, en að fara að slást? Ekki mjög sniðugt með myndavélarnar í gangi og milljónir að horfa á. Lærðu að tapa vinur.
Í dag byrjaði nýr mánuður, sumarið orðið ennþá styttra og ég á enn eftir að gera svo margt áður en ég flyt norður. Verð bara að muna að taka eitt skref í einu, borða fílinn í litlum bitum
- one at a time
1. júlí 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
sá til þín skokka í morgun, það var enginn gleði svipur í gangi hjá dömunni :oD
Það er erfitt að skokka og brosa á sama tíma!!
Ég var samt ánægð með þetta.. er alltaf með svo góða tónlist með mér ;)
hey hittingur leið og Salóme kemur heim. OK?
jamm
Skrifa ummæli