6. júlí 2006

Strætó á villigötum

Getur einhver frætt mig um það hvernig það stenst að ein af stofnleiðum strætó, S5, sé lögð af í 4 vikur frá og með morgundeginum!! Auðvitað er þetta strætóleiðin mín og þarf ég hér eftir að taka S6 upp á Ártún og skipta þar um vagn og fara í vagn 18.
Mér er ekki skemmt.
Auðvitað getur alltaf þurft að draga úr ákveðinni þjónustu á vissum tíma. Strætó ákvað t.d. að vera ekki með vagna á 10 mín. fresti yfir sumartímann og því aðeins ferðir á 20 og 30 mín. fresti. En að leggja heila leið af í 4 vikur vegna þess að ekki tókst að ráða mannskap til að sinna störfunum finnst mér ekki sanngjörn þjónusta við farþega.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

kræst!

Nafnlaus sagði...

ohh.. eg yrdi brjalud ef teir myndu leggja nidur lestina mina til gatwick i 4 vikur... uffufuff..

Lára sagði...

hehe já Eva, þetta er alveg að fara í pirrurnar á mér

Nafnlaus sagði...

Þetta hefst af því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórn!

Lára sagði...

hmm, og hver ert þú?

Nafnlaus sagði...

ég er með bíl til sölu. voða flottur bíll
;o)

Nafnlaus sagði...

án þess að ég sé að verja Sjálfstæðisflokkinn, en þá var þetta gert líka í fyrra, minnir að það hafi verið hálfpartinn happa og glappa hvort sumar leiðir gengu, vegna manneklu og vesens...

Lára sagði...

Já Ingibjörg, ég man nú ekkert sérstaklega eftir þessu í fyrra en mér finnst þetta alveg hreint fáránlegt. Til að bæta gráu ofan á svart var bílstjórinn í morgunn með alls konar blammeringar á gyðinga, grænlendinga og "skítapakk" (hans orð en ekki mín) svo ég mætti brjáluð í vinnuna í morgun. Sé fram á leiðindi á hverjum morgni

Nafnlaus sagði...

og um leið þetta er að gerast þá var fjölgað vögnum á leið 12 þannig að þeir eru loksins farnir að ganga á áætlun, sem varð til þess að ég misti af vagninum í vikunni. það er ekki hægt að treysta þessum gaurum. ;o)