Undanfarið hef ég verið að taka til. Ég tók til í sálinni með góðri hjálp, ég er að taka til í líkamanum og gengur vel og nú ætla ég að taka til hér.
Ég byrjaði að blogga þegar ég flutti til Kanada, fyrir nær 6 árum síðan. Ég bloggaði fyrir sjálfa mig og fyrir vini og vandamenn heima á Íslandi og hélt þannig niðri himinháum símreikningum, auk þess sem mér fannst gaman að deila með öðrum því sem fyrir augu bar.
Þegar ég kom heim tók ég mér frí frá blogginu en byrjaði svo aftur þegar ég flutti til Reykjavíkur. Þá bloggaði ég áfram fyrir sjálfa mig og svo vini og vandamenn sem staddir voru erlendis eða hér heima á Akureyri.
Þegar ég flutti svo aftur hingað fyrir nær 2 árum hélt ég áfram að blogga, nú lítillega fyrir sjálfa mig en aðallega fyrir vini mína sem ekki voru á Akureyri.
Í dag er ég ekki að blogga fyrir neinn lengur. Svo það er komið nóg. Engin dramtík - hef bara voða lítið að segja. Ég vil líka frekar hringja í fólk eða kíkja í heimsókn :)
Takk fyrir fallegar og oft á tíðum stórskemmtilegar athugasemdir gegnum árin -
knús og kram,
Láran
10. júní 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
ó, en leiðinlegt. Samt tala ég við þig í síma og hitti þig.
Þú mættir amk hafa bak við eyrað að halda síðunni til að setja reglulega inn myndir af Ólíver þó ég efist ekki um að ég fái allar fréttir af ykkur tveim yfir kaffibolla.
Hurðu, hurðu ... þarf ég núna að fara að hringja til að fá fréttir? :D
... ok, ég skal gera það við tækifæri:)
Heyrumst
jahá!! þetta kom nú aldeilis flatt upp á mig...;) En vonandi verður þetta til þess að maður tekur símtólið oftar upp - ég tala nú ekki um að láta verða af heimsóknunum í Akureyrarferðunum!!!:)
Takk innilega fyrir lýsandi, skemmtilegar og umfram allt yndislegar bloggfærslur!!!
Hlakka til að hitta þig fljótt - og að sjálfsögðu litlan þinn (eða elskuna þína eins og NSH sagði;)
LOVE!!!
íris
Já, minn daglegi bloggrúntur verður ekki samur án heilaprumpsins :)
Ég get þó ekki "hvartað og hveinað" því ég get fengið blogg í beinni á vinnutíma.
Endalaust til hamingju (hehe) með tiltektina og framtíðina mín kæra,
hæ elskan... veistu það, mér líst bara vel á það því nú verðum við að hringja oftar og mér finnst það bara æði!! Ég er líka hætt að blogga - er bara að blogga handverkið mitt sem er bara gott fyrir mig að halda svona handverksdagbók þannig að ég skil þig rosalega vel!! :-) Ég er líka að taka til í lífinu mínu og ég held að partur af þessu er að breyta hvernig maður heldur samband við vini sína... þú ert bara frábær og ég hlakka til að heyra í þig!! :-) knús og taka fyrir bloggið!!
mér finnst gaman að lesa bloggið þitt. Mun sakna þess. En hitti þig vonandi bara oftar í staðinn, á allavega eftir að koma í heimsókn í nýja pleisið :)
Já leitt að heyra... en fínt að setja inn myndir af Óliver á síðuna =)
kv. Mummi
Skrifa ummæli