13. mars 2008

The return of the Lára

Ég er komin heim frá Lundúnum. Kom meira að segja heim á mánudaginn en sökum anna og flugþreytu hef ég ekki haft andann til að skrifa hérna.

London var frábær, eins og alltaf. Komst að því að það er alveg sama hvernig veðrið er, hversu lengi maður þarf að bíða eftir lestinni, hversu margir dónalegir Lundúnarbúar rekast utan í mann og ryðjast framfyrir mann þá finnst mér borgin yndisleg.

Ég fór í fyrsta sinn í leikhús þarna úti - söngleikurinn MAMMA MIA! sem reyndist vera tær snilld! Abba lögin hljóma ennþá í huga mér, en núna tengd leikurunum og atriðum sem voru frábærlega útfærð. Get varla beðið eftir myndinni sem kemur út núna í sumar :)

Ég fór líka í fyrsta sinn í London Eye og fann reyndar nett fyrir lofthræðslu en bara á leiðinni upp. Ég var líka að asnast til að horfa beint niður - kjánaprik!

Að sjálfsögðu fylgdi smá verslun með þessu öllu saman og er ég ánægðust með myndavélina sem ég skellti mér á. Verð að hafa góða vél í reisunni minni í sumar!

Er núna að hamast við að klára að þýða landbúnaðarsamninginn og veit nú ýmislegt um grænmeti og ávexti sem ég vissi ekki áður og hefur Orðabankinn komið mér sífellt á óvart með Matarorðasafninu sínu.

Með kveðju af sjöundu hæðinni

5 ummæli:

Unknown sagði...

MMM, ég er einmitt að fara til London. Fer á Mamma Mia á miðvikudaginnn :) Hef bara klikkað á því að ég ætlaði að hita geðveikt upp og spila ABBA við öll tækifæri.

Nafnlaus sagði...

Dónalegir Lundúnabúar...finnst þér það. Mér finnast Englendingar upp til hópa ótrúlega kurteisir, ef þeir eru dónalegir þá eru þeir það á einstaklega kurteisan hátt :-)
Knús Anna Margrét

Lára sagði...

hehe, Abba er snilld ;)

Já Anna, yfirleitt hefur mér fundist þetta hið kurteisasta fólk en í þessari ferð var nokkuð um frekjugang.. þeir eru kannski bara þreyttir á öllum þessum blessuðu ferðamönnum með innkaupapoka í báðum höndum ;)

Nafnlaus sagði...

Þeir eru bara abbó hehe :-)
xxame

Nafnlaus sagði...

Öfunda þig af Lundúnaferðinni. Alltaf gaman að koma til Bretlands. Er að plana eina húsmæðraorlofsferð til Skotlands eftir cirka ár...