Ég á það til að hugsa ansi mikið um það sem ég á ekki, eða það sem miður fer í lífinu og heiminum almennt. Undanfarna daga hef ég hins vegar reynt að taka meðvitaða ákvörðun um að einblína á það sem ég á, þá sem ég tengist og litlu góðu hluta sem gerast á hverjum degi.
Fyrir viku síðan átti Eva Stína vinkona mín sitt annað barn, yndislegan dreng sem hefur hlotið nafnið Hjálmar Snær. Þau búa í Kaupmannahöfn þar sem hún kynntist manninum sínum, Anders. Fyrst hugsaði ég bara um það hversu sjaldan ég myndi hitta þau, hvað það væri erfitt að vera svona sitt í hvoru landinu en svo ákvað ég að ég væri nú bara ansi heppin að þekkja þau yfir höfuð!
Einbeita sér að því góða, fólkið mitt - það er lífsmottóið þessa dagana... :)
27. mars 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
snökt.. við erum lika heppin að þekkja þig. Mátt ekki skrifa svo ljúfsárt um konu sem er í hrikalegu tilfinningaÓjafnvægi.
Við ætlum að koma heim í sumar í eina litla oggupínulitla viku.
Ég hlakka óendanlega mikið til að sjá ykkur í sumar, þó ég viti að prógrammið verði stíft hjá ykkur.
Sammála með þetta ljúfsára - það er erfitt að skrifa það og erfitt að lesa það en knús knús til ykkar allra :*
Takk fyrir kvittið hjá Frosta :) Ég kíki nú alltaf á bloggið þitt af og til en er alltof löt við að kvitta fyrir lesturinn!
Bið að heilsa norður :)
Þórdís.
vel mælt, Lára!
Sko.. ég minni enn og aftur á geðorðin 10. Ég mun impra á þessu við alla sem vilja það heyra og líka við þá sem vilja ekki heyra hehe!
Geðorð nr. 1
Hugsaðu jákvætt, það er léttara!!
og þetta eru orð að sönnu.
PS. mér líst helvíti vel á að þú fáir þér hund!!! Það er eina leiðin.
Það er líka ein kona sem vinnur með mér að selja labba hvolpa í sumar. Þeir fást á 65 þúsund kr stykkið en þeir eru ekki ættbókarfærðir!
Hvað mun þinn kosta?
Kv. Mummmmmmmmi pizzusendillinn sem kann ekki að rata!
Ég talaði við hundakonuna í dag. Tíkin á að eiga nokkrum dögum á undan Söru minni. Hún verður svo sennilega með hvolpana í c.a. 2 mánuði hjá sér og þá eru þeir falir.
Hún er til í að láta þig fá einn. Ég gaf þér svo gott orð. Þannig að þú verður bara að segja til mín kæra.
Endilega bjallaðu við tækifæri... en ekki núna. Criminalminds er í tv.
kv. Mummi
Skrifa ummæli