31. ágúst 2007

Er ég nörd?

greinilega!!


I am nerdier than 47% of all people. Are you a nerd? Click here to find out!

19. ágúst 2007

Ári síðar...

Í dag er ár síðan ég flutti aftur heim til Akureyrar. Þetta er auðvelt að muna því Ágústa og Ægir giftu sig sama dag og eiga því 1. árs brúðkaupsafmæli í dag. Til hamingju bæði tvö, já og auðvitað líka með hann Kristinn Örn sem er nýorðinn 2ja mánaða!

Það er ótrúlega margt búið að gerast á þessu ári en samt stendur ýmislegt annað í stað. Ég hef endurnýjað vináttu við fólk frá fyrri tíð, fengið að kynnast nýjum börnum og tilvonandi börnum, tekið þátt í að mennta og uppfræða frábæra einstaklinga sem ég á vonandi eftir að fá að fylgjast með áfram, þó svo að ég hafi skipt um vinnustað.

Nýja vinnan gengur framar vonum og sé ég ekki eftir að hafa gripið þetta tækifæri þegar það gafst. Veturinn verður samt eflaust strembinn því ég þurfti að færa MA-ritgerðina mína fram í febrúar og verð því í fullri vinnu, við ritgerðarskrif og svo skellti ég mér líka í kennararéttindanámið við HA, með öllu því fjarnámi sem fylgir! Fyrsta lotan var núna frá miðvikudegi til laugardags og tók hún aðeins á. Það er eins gott að fólk eins og Kristján x2 og Jóa verði dugleg að mæta svo maður hafi einhvern til að hlæja með ;)

Vinna við íbúðina er í fullum gangi og erum við að gipsa veggi í gríð og erg. Áætlað er að ég flytji inn fyrir jól en það á bara eftir að koma í ljós.. ég ætla að skella inn myndum á Fotki við tækifæri og læt fólk þá vita :)

Ég er eitthvað meir þessa dagana svo ekki láta ykkur bregða þó ég faðmi ykkur upp úr þurru - mér þykir bara vænt um ykkur ;D

15. ágúst 2007

blitz

er á lífi, nýja vinnan gengur vel, byrja í réttindanáminu eftir klukkutíma - meira síðar