Það er merkilegt hvað maður dettur úr blogg stuði yfir sumartímann. Ég er búin að vera ansi upptekin í júlímánuði við að skrifa ritgerðina, hitta mína elstu og bestu vini og svo fór ég í starfsþjálfun í þessari viku.
Ég er sem sagt búin að vera að þýða síðustu 5 daga og er rétt að venjast þessu öllu saman áður en ég byrja svo af fullum krafti á miðvikudaginn. Ritgerðin hefur því beðið í saltlegi og verð ég því að vera dugleg um helgina svo þetta ryðgi ekki...
Eva Stína og Guðjón eru í bænum og héldum við Sushi-matarboð með Ingu Björk um síðustu helgi sem gekk svo vel að ég át yfir mig (og vel það) og held ég geti ekki borðað sushi aftur í svolítinn tíma! Þetta var eins og maðurinn sem sprakk af mintunni - þannig leið mér.
er að lesa Potterinn - klára hann í kvöld. Mér finnst frábært hvað allir hafa þagað yfir söguþræðinum. Það er sjaldgæft á þessum síðustu og verstu.
Best að kíkja á feitar fjölskyldur keppa í þyngdartapi... langar skyndilega í ís ;)
27. júlí 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Takk fyrir kommentin (Taktu eftir fleirtöluendingunni! Ég veit að ég telst nú ekkert sérstaklega klár en ég náði innihaldinu í fyrra skiptið :o)
En fórst þú sem skiptinemi?
- Axel
Skrifa ummæli