Ég á það til að hugsa ansi mikið um það sem ég á ekki, eða það sem miður fer í lífinu og heiminum almennt. Undanfarna daga hef ég hins vegar reynt að taka meðvitaða ákvörðun um að einblína á það sem ég á, þá sem ég tengist og litlu góðu hluta sem gerast á hverjum degi.
Fyrir viku síðan átti Eva Stína vinkona mín sitt annað barn, yndislegan dreng sem hefur hlotið nafnið Hjálmar Snær. Þau búa í Kaupmannahöfn þar sem hún kynntist manninum sínum, Anders. Fyrst hugsaði ég bara um það hversu sjaldan ég myndi hitta þau, hvað það væri erfitt að vera svona sitt í hvoru landinu en svo ákvað ég að ég væri nú bara ansi heppin að þekkja þau yfir höfuð!
Einbeita sér að því góða, fólkið mitt - það er lífsmottóið þessa dagana... :)
27. mars 2008
13. mars 2008
The return of the Lára
Ég er komin heim frá Lundúnum. Kom meira að segja heim á mánudaginn en sökum anna og flugþreytu hef ég ekki haft andann til að skrifa hérna.
London var frábær, eins og alltaf. Komst að því að það er alveg sama hvernig veðrið er, hversu lengi maður þarf að bíða eftir lestinni, hversu margir dónalegir Lundúnarbúar rekast utan í mann og ryðjast framfyrir mann þá finnst mér borgin yndisleg.
Ég fór í fyrsta sinn í leikhús þarna úti - söngleikurinn MAMMA MIA! sem reyndist vera tær snilld! Abba lögin hljóma ennþá í huga mér, en núna tengd leikurunum og atriðum sem voru frábærlega útfærð. Get varla beðið eftir myndinni sem kemur út núna í sumar :)
Ég fór líka í fyrsta sinn í London Eye og fann reyndar nett fyrir lofthræðslu en bara á leiðinni upp. Ég var líka að asnast til að horfa beint niður - kjánaprik!
Að sjálfsögðu fylgdi smá verslun með þessu öllu saman og er ég ánægðust með myndavélina sem ég skellti mér á. Verð að hafa góða vél í reisunni minni í sumar!
Er núna að hamast við að klára að þýða landbúnaðarsamninginn og veit nú ýmislegt um grænmeti og ávexti sem ég vissi ekki áður og hefur Orðabankinn komið mér sífellt á óvart með Matarorðasafninu sínu.
Með kveðju af sjöundu hæðinni
London var frábær, eins og alltaf. Komst að því að það er alveg sama hvernig veðrið er, hversu lengi maður þarf að bíða eftir lestinni, hversu margir dónalegir Lundúnarbúar rekast utan í mann og ryðjast framfyrir mann þá finnst mér borgin yndisleg.
Ég fór í fyrsta sinn í leikhús þarna úti - söngleikurinn MAMMA MIA! sem reyndist vera tær snilld! Abba lögin hljóma ennþá í huga mér, en núna tengd leikurunum og atriðum sem voru frábærlega útfærð. Get varla beðið eftir myndinni sem kemur út núna í sumar :)
Ég fór líka í fyrsta sinn í London Eye og fann reyndar nett fyrir lofthræðslu en bara á leiðinni upp. Ég var líka að asnast til að horfa beint niður - kjánaprik!
Að sjálfsögðu fylgdi smá verslun með þessu öllu saman og er ég ánægðust með myndavélina sem ég skellti mér á. Verð að hafa góða vél í reisunni minni í sumar!
Er núna að hamast við að klára að þýða landbúnaðarsamninginn og veit nú ýmislegt um grænmeti og ávexti sem ég vissi ekki áður og hefur Orðabankinn komið mér sífellt á óvart með Matarorðasafninu sínu.
Með kveðju af sjöundu hæðinni
6. mars 2008
4. mars 2008
Gröndal
Fór á tónleika í gærkvöldi með Ragnheiði Gröndal. Stúlkan sú var að syngja í Akureyrarkirkju og tók vel valin lög, bæði frumsamin og önnur. Ég held að hápunkturinn hafi verið þegar hún söng Hærra minn guð til þín og ég heyrði einhvern snökta hinum megin í kirkjunni. Magnaður söngur, eins einfalt og hugsast getur, yndislegt alveg.
Ég er búin að vera í blogglægð - finnst betra að segja ekkert en að búa eitthvað til úr engu. Ég er á leiðinni til London á föstudaginn svo ég bið núna um gott veður á fimmtudaginn því þá þarf ég að fljúga suður ;)
Þessa dagana læri ég allt um landbúnaðarafurðir, sérstaklega þær sem fást í Kanada og eru eða gætu verið fluttar hingað inn. Vissuð þið að til eru Buskabaunir?
Ég er búin að vera í blogglægð - finnst betra að segja ekkert en að búa eitthvað til úr engu. Ég er á leiðinni til London á föstudaginn svo ég bið núna um gott veður á fimmtudaginn því þá þarf ég að fljúga suður ;)
Þessa dagana læri ég allt um landbúnaðarafurðir, sérstaklega þær sem fást í Kanada og eru eða gætu verið fluttar hingað inn. Vissuð þið að til eru Buskabaunir?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)