19. febrúar 2008

Enn um kraftaverkin

Í gær tók rúv fyrir kærur (takið eftir, fleirtala) vegna viðureignar Kvennó og MH. Páll Ásgeir viðurkenndi mistök sín í spurningunni um kraftaverkið og baðst afsökunar á því. Hins vegar standa úrslitin og ætlar Kvennó að una þessum úrskurði. Kæra MH snérist um skilvinduna en henni var vísað frá. Kíkið á www.gettubetur.is fyrir frekar fréttir af þessari æsispennandi keppni ;)

18. febrúar 2008

Fortíðin

Ég setti inn gamla mynd hérna um daginn og ætla að setja inn aðra núna. Hér má sjá mig og eldri systur mína, Steinunni, með dularfulla sultukrukku. Mig grunar að ánamaðkar hafi komið við sögu :) Hversu æðisleg eru stígvélin mín? og KHB húfan hennar Steinunnar?


Mikið var lífið einfaldara þegar maður var svona lítill...

16. febrúar 2008

Gettu betur klúður

Ætlar enginn að segja neitt út af klúðrinu í gær?

Í spurningunni um kraftaverkið þegar Jesú mettaði fjöldann var beðið um fjölda manna (5000) og hvað hefði verið borðað, skv. Lúkasar guðspjalli. Klárlega stendur í biblíunni að það hafi verið 5 brauð og 2 fiskar. Kvennaskólinn svaraði báðum þessum atriðum rétt en Páll Ásgeir, dómari og spurningahöfundur sagði að það hefðu verið 5 fiskar og 2 brauð og því fengu þau ekki stig.

Þetta þarf að leiðrétta því Kvennaskólinn hefði, með þessu stigi, unnið áður en keppnin fór í bráðabana. Tók einhver annar eftir þessu??

15. febrúar 2008

Brussel

-Brussel er höfuðborg Belgíu. Nafnið kemur af gamla hollenska orðinu Bruocsella, Bruoc þýðir mýri og sella þýðir heima svo Brussel er "heimili í mýrinni"


-Manneken Pis eða Peðlingur piss er eitt frægasta kennimerki borgarinnar og hægt að kaupa alls kyns minjagripi með drengnum, m.a. penna (átti svoleiðis fyrir 12 árum).

-Samkvæmt óstaðfestum heimildum rignir að meðaltali 217 daga á ári í Brussel


-Neðanjarðarlestakerfið í Brussel er einungis síðar 1976 þó svo að premetro hafi verið starfrækt frá 1968.


-Brussel er "tvítyngd borg" (flæmska og franska) og það má sjá glöggt á götuskiltum borgarinnar. Þó eru útlendingar um fjórðungur íbúa borgarinnar og flestir þeirra tala ensku eða frönsku sín á milli.


-Belgískar vöfflur eru jafnfjölbreyttar og annað. Vaffla í Brussel er yfirleitt borin fram með flórsykri eða rjóma og stundum súkkulaði en hún er einnig notuð sem eftirréttur.




Ástæða þessara mola? Minn ástkæri Guðjón er að flytja til Brussel til að vinna hjá sendiherranum þar. Hans verður sárt saknað. Love you longtime Jacks...

5. febrúar 2008

Þankar um heimilistæki


Mig langar ofsalega mikið í svona hræivél. Þetta er Kenwood Patissier vélin og hjartað slær í alvörunni aukaslag þegar ég sé hana. Kemur kannski ekki á óvart að mig langar í rauðu týpuna?

Annars hef ég mikið hugsað um heimilistæki undanfarið, aðallega vegna þess að mig vantar þau nokkur. Ég þarf að kaupa mér ryksugu. Ég þarf líka að kaupa mér moppu og fleira og langar í Magnaða moppuskaftið sem var að hækka greinilega, humph! Kostaði aðeins minna fyrir hálfum mánuð síðan! Mig vantar líka brauðrist og hraðsuðuketil og Martan í mér er búin að finna 2 ristar en ketillinn lætur bíða eftir sér. Enda eflaust með pott á helli og bölva mér í hvert skipti fyrir að vera nú ekki búin að drullast til að sætta mig við eitthvað á tilboði.

En þurfum við öll þessi tæki? Ég þekki 1 par sem á pizzaofn og virkilega notar hann, 2 pör sem eiga og nota ísvélar en poppvélar, raclette sett, súkkulaði fondú-pottar (og gosbrunnar, n.b.)ásamt hinum ýmsu matvinnsluvélum standa yfirleitt rykfallin inni í skáp og sjá sjaldan dagsbirtuna.

Nú spyr ég ykkur: hvaða tæki býr í skápnum hjá ykkur sem aldrei eða sjaldan er notað?